Liverpool blandar sér í baráttuna um Baleba - Tonali til Chelsea? - Real Madrid á eftir Rodri - Chelsea undirbýr risatilboð í Rogers
   lau 24. október 2020 15:55
Aksentije Milisic
Spánn: Real Madrid með sigur í El Clasico
Barcelona 1 - 3 Real Madrid
0-1 Federico Valverde ('5 )
1-1 Ansu Fati ('8 )
1-2 Sergio Ramos ('63 , víti)
1-3 Luka Modric ('90 )

Það fór fram stórleikur í spænska boltanum í dag þegar Barcelona fékk Real Madrid í heimsókn í El Clasico.

Gestirnir byrjuðu leikinn betur og komust yfir á 5. mínútu þegar Federico Valverde skoraði eftir sendingu frá Karim Benzem. Börsungar voru þó ekki lengi að svara og skoruðu eftir flotta sókn.

Lionel Messi fann þá Jordi Alba sem átti fyrirgjöf á Ansu Fati sem skoraði af stuttu færi og varð um leið sá yngsti sem hefur skorað í El Clasico.

Það var jafn í hálfleik en á 63. mínútu fékk Real Madrid vítaspyrnu. Clement Lenglet togaði þá í Sergio Ramos og skoðaði dómari leiksins atvikið á VAR-skjánum og dæmdi vítaspyrnu í kjölfarið.

Ramos steig á punktinn og skoraði örugglega og kom Real aftur í forystu. Barcelona sótti meira en það var Real sem fékk færin í lokin. Toni Kroos og Sergio Ramos fengu báðir mjög góð færi en Neto í marki Barcelona varði vel.

Á 90. mínútu gulltryggði Luka Modric hins vegar sigurinn. Hann hélt þá ró sinni, fór illa með Neto í markinu og kláraði færið af mikillri yfirvegun.
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Barcelona 19 16 1 2 53 20 +33 49
2 Real Madrid 19 14 3 2 41 17 +24 45
3 Villarreal 17 12 2 3 34 16 +18 38
4 Atletico Madrid 19 11 5 3 34 17 +17 38
5 Espanyol 18 10 3 5 22 19 +3 33
6 Betis 18 7 7 4 30 24 +6 28
7 Celta 18 6 8 4 24 20 +4 26
8 Athletic 19 7 3 9 17 25 -8 24
9 Elche 18 5 7 6 24 23 +1 22
10 Getafe 18 6 3 9 14 23 -9 21
11 Sevilla 18 6 2 10 24 29 -5 20
12 Osasuna 18 5 4 9 18 21 -3 19
13 Alaves 18 5 4 9 15 21 -6 19
14 Vallecano 18 4 7 7 14 21 -7 19
15 Real Sociedad 18 4 6 8 22 26 -4 18
16 Mallorca 18 4 6 8 20 26 -6 18
17 Girona 18 4 6 8 17 34 -17 18
18 Valencia 18 3 7 8 17 30 -13 16
19 Levante 17 3 4 10 20 29 -9 13
20 Oviedo 18 2 6 10 8 27 -19 12
Athugasemdir
banner
banner