Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
   þri 24. nóvember 2020 12:53
Magnús Már Einarsson
Fékk ekki uppáhaldssætið í rútunni og spilar ekki gegn Dortmund
Club Brugge verður án framherjans Dennis þegar liðið mætir Borussia Dortmund í Meistaradeildinni í kvöld að sögn belgískra fjölmiðla.

Belgíska blaðið Het Laatste Nieuws segir að Dennis hafi brjálast eftir að hann fékk ekki að sitja í sínu uppáhaldssæti í liðsrútunni hjá Club Brugge.

Hinn 23 ára gamli Dennis rauk í burtu og sagt er að hann verði ekki með í leiknum í kvöld.

Dennis hefur skorað sautján mörk og lagt upp sjö á þessu tímabili og það er því mikill missir fyrir Club Brugge ef hann spilar ekki í kvöld.
Athugasemdir
banner