Real Madrid setur sig í samband við Dalot - Gyökeres til United eða City - Salah til í eins árs samning - Rooney reynir að bjarga starfinu
   fim 25. janúar 2018 16:30
Magnús Már Einarsson
Vill gera höggmyndir af landsliðsmönnum Íslands
Icelandair
Jóhann Sigmarsson fyrir utan Höfuðstöðvar UNESCO í París.
Jóhann Sigmarsson fyrir utan Höfuðstöðvar UNESCO í París.
Mynd: Úr einkasafni
Verða gerðar höggmyndir af landsliðsmönnum að taka víkingaklappið?
Verða gerðar höggmyndir af landsliðsmönnum að taka víkingaklappið?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Listamaðurinn Jóhann Sigmarsson hefur lýst yfir áhuga á að gera höggmyndir í fullri stærð af leikmönnum íslenska karlalandsliðsins.

Jóhann vill gera höggmyndir af ellefu leikmönnum sem eru að taka víkingaklappið.

„Landsliðsmennirnir eru hetjurnar okkar í dag," sagði Jóhann í samtali við Fótbolta.net um hugmyndina.

Jóhann vill gera höggmyndir sem eru jafnháar og leikmennirnir sjálfir.

„Þetta yrðu höggmyndir í fullri stærð og þetta yrði gert úr yfir hundrað ára gömlum drumbum úr Reykjavíkurhöfn. Ég set þá saman og bý til skúlptúra úr því," sagði Jóhann.

Jóhann ræddi hugmyndina við Guðna Bergsson og stjórn KSÍ tók málið fyrir á fundi sínum í desember.

Að sögn Jóhanns er verið að skoða fjármögnun á verkefninu en KSÍ ætlar meðal annars að leita til styrktaraðila sinna.

Ef af verður ætlar Jóhann að sýna höggmyndirnar á listasýningu í höfuðstövðum UNESCO í París en þar myndi hann auk höggmyndanna vera með texta þar sem farið er yfir sögu landsliðsins undanfarin ár.

Höggmyndirnar yrðu síðan fluttar til Íslands eftir sýninguna og draumur Jóhanns er að sjá þær fyrir utan Laugardalsvöll í framtíðinni.

Sjálfur var Jóhann í fótbolta á yngri árum en hann lék með Ármanni.

„Ég var ekki mjög góður af því að ég er lamaður hægra megin en ég var samt bestur í marki," sagði Jóhann að lokum og hló.
Athugasemdir
banner
banner