Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 25. janúar 2020 21:40
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ítalía: Atalanta saltaði Torino - Emil lagði upp mark
Mynd: Getty Images
Þrír leikir fóru í dag fram í ítölsku Seríu A. Spal fékk Bologna í heimsókn, Fiorentina og Genoa áttust við og Atalanta heimsótti Torino.

Í fyrsta leik dagsins sótti Bologna þrjú stig á heimavöll Spal. Andrea Petagna kom gestunum yfir með marki úr vítaspyrnu en heimamenn jöfnuðu með sjálfsmarki frá Bologna. Það voru svo þeir Musa Barrow og Andrea Poli sem sáu um að tryggja gestunum stigin þrjú með mörkum í seinni hálfleik.

Í Flórens gerðu Fiorentina og Genoa markalaust jafntefli. Gestirnir frá Genoa fengu besta færi leiksins þegar Domenico Criscito tók vítaspyrnu en Bartlomiej Dragowski sá auðveldlega við Criscito, slök spyrna.

Í lokaleik dagsins sóttu leikmenn Atalanta leikmen Torino heim. Skemmst er frá því að segja að leikurinn var ekki lengi spennandi. Gestirnir leiddu með þremur mörkum í hálfleik og með mörkum á 53. og 54. mínútu innsiglaði Josip Ilicic þrennu sína.

Fjórða þrenna Ilicic frá því hann gekk í raðir Atalanta sumarið 2017. Enginn í deildinni hefur skorað fleiri þrennur frá því hann gekk í raðir Atalanta. Á 77. mínútu fékk Armando Izzo að líta rauða spjaldið hjá Torino og verður því í leikbanni í næsta leik.

Varamaðurinn Luis Muriel skoraði sjötta mark Atalanta þegar skammt var til leiksloka þegar hann skoraði úr vítaspyrnu. Sjöunda markið kom tveimur mínútum síðar og var Muriel aftur á ferðinni þegar hann skoraði eftir undirbúning Alejandro Gomez. 0-7 útisigur gegn Torino sem var í baráttu um Evrópusæti fyrir umferðina. Ef ástandið var orðið slæmt hjá Torino í 0-7 versnaði það enn frekar þegar Sasa Lukic fékk að líta beint rautt spjald á 89. mínútu.

Emil Hallfreðsson var svo í eldlínunni þegar Padova tók á móti Carpi. Emil lék allan leikinn fyrir Padova, hans fjórði leikur fyrir félagið, þegar liðin skildu jöfn, 1-1. Anton Kresic kom Padova yfir í fyrri hálfleik eftir undirbúning frá Emil. Það var svo Tomasso Biasci sem jafnaði leikinn fyrir heimamenn á 75. mínútu.

Padova er eftir leikinn í 5. sæti B-riðils í Seríu A, með 40 stig eftir 23 leiki.

Sjá einnig:
Mandorlini og Emil vinna saman á ný - „Spennandi tímar framundan"

Spal 1 - 3 Bologna
1-0 Andrea Petagna ('23 , víti)
1-1 Francesco Vicari ('24 , sjálfsmark)
1-2 Musa Barrow ('59 )
1-3 Andrea Poli ('63 )

Fiorentina 0 - 0 Genoa

Torino 0 - 6 Atalanta
0-1 Josip Ilicic ('17 )
0-2 Robin Gosens ('29 )
0-3 Duvan Zapata ('45 , víti)
0-4 Josip Ilicic ('53 )
0-5 Josip Ilicic ('54 )
0-6 Luis Muriel ('86, víti)
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 32 26 5 1 77 17 +60 83
2 Milan 32 21 6 5 63 37 +26 69
3 Juventus 32 18 9 5 45 24 +21 63
4 Bologna 32 16 11 5 45 25 +20 59
5 Roma 31 16 7 8 56 35 +21 55
6 Atalanta 31 15 6 10 57 36 +21 51
7 Lazio 33 15 5 13 41 35 +6 50
8 Napoli 32 13 10 9 50 40 +10 49
9 Torino 32 11 12 9 31 29 +2 45
10 Fiorentina 31 12 8 11 43 36 +7 44
11 Monza 32 11 10 11 34 41 -7 43
12 Genoa 33 9 13 11 35 39 -4 40
13 Lecce 32 7 11 14 27 48 -21 32
14 Cagliari 32 7 10 15 34 54 -20 31
15 Verona 32 6 10 16 30 44 -14 28
16 Udinese 31 4 16 11 30 47 -17 28
17 Empoli 32 7 7 18 25 48 -23 28
18 Frosinone 32 6 9 17 40 63 -23 27
19 Sassuolo 32 6 8 18 39 62 -23 26
20 Salernitana 32 2 9 21 26 68 -42 15
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner