Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
   mið 25. janúar 2023 15:41
Elvar Geir Magnússon
Arsenal reynir að fá miðjumann - Allavega mánuður í Jesus
Meiðsli Elneny alvarlegri en talið var í fyrstu
Manchester City og Arsenal mætast í FA-bikarnum á föstudagskvöld og Mikel Arteta, stjóri Arsenal, ræddi við fjölmiðla í dag.

Hann sagði meðal annars frá því að félagið væri að vinna í því að reyna að fá miðjumann áður en janúarglugganum verður lokað. Mohamed Elneny er að glíma við hnémeiðsli og þau eru alvarlegri en í fyrstu var talið.

Þá var hann spurður út í Gabriel Jesus og segir að það sé enn að minnsta kosti mánuður í brasilíska sóknarmanninn. Jesus meiddist á hné á HM í Katar.

Eddie Nketiah hefur skorað sjö mörk í síðustu sjö leikjum með Arsenal og fyllt skarð Jesus frábærlega. Eitthvað sem fáir bjuggust við.

„Eddie hefur sýnt gríðarlegan stöðugleika. Ég held að hann hafi komið ýmsum á óvart, hvernig hann hefur höndlað þessa stóru áskorun og kröfurnar sem settar voru á hann þegar Gabriel Jesus meiddist. Við teljum að hann geti orðið enn betri og haldi áfram að þróast," segir Arteta.

Arsenal hefur þegar fengið inn tvo í glugganum, sóknarleikmanninn Leandro Trossard frá Brighton og pólska miðvörðinn Jakub Kiwior frá Spezia.

„Trossard er leikmaður sem vill láta hlutina gerast. Við þurftum að fá inn svona leikmann á síðasta þriðjung. Kiwior gefur okkur meiri möguleika varnarlega. Við höfum bara verið með þrjá miðverði stærstan hluta tímabilsins. Við höfum verið heppnir með meiðsli og þurftum að fá inn fleiri menn," segir Arteta.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 0 0 0 0 0 0 0 0
2 Aston Villa 0 0 0 0 0 0 0 0
3 Bournemouth 0 0 0 0 0 0 0 0
4 Brentford 0 0 0 0 0 0 0 0
5 Brighton 0 0 0 0 0 0 0 0
6 Burnley 0 0 0 0 0 0 0 0
7 Chelsea 0 0 0 0 0 0 0 0
8 Crystal Palace 0 0 0 0 0 0 0 0
9 Everton 0 0 0 0 0 0 0 0
10 Fulham 0 0 0 0 0 0 0 0
11 Leeds 0 0 0 0 0 0 0 0
12 Liverpool 0 0 0 0 0 0 0 0
13 Man City 0 0 0 0 0 0 0 0
14 Man Utd 0 0 0 0 0 0 0 0
15 Newcastle 0 0 0 0 0 0 0 0
16 Nott. Forest 0 0 0 0 0 0 0 0
17 Sunderland 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Tottenham 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Leicester 38 6 7 25 33 80 -47 25
19 West Ham 0 0 0 0 0 0 0 0
19 Ipswich Town 38 4 10 24 36 82 -46 22
20 Southampton 38 2 6 30 26 86 -60 12
20 Wolves 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner