Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   mán 25. apríl 2016 11:15
Magnús Már Einarsson
Lykilmaðurinn: Verða ekki mörg lið að berjast um titilinn
Baldur Sigurðsson - Stjarnan
Baldur í leik með Stjörnunni í Lengjubikarnum.
Baldur í leik með Stjörnunni í Lengjubikarnum.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
„Miðað við hvernig umræðan hefur verið í vetur þá er þetta nokkuð eðlilegt. FH-ingarnir eru á toppnum eins og allir spá," segir Baldur Sigurðsson, miðjumaður Stjörnunnar, en liðinu er spáð 2. sæti í Pepsi-deildinni í sumar.

„Þegar þú ert kominn svona nálægt toppnum, með þetta lið sem við höfum og metnaðinn í klúbbnum þá þarf maður að vera óhræddur við að segja það að við stefnum á 1. sætið."

Baldur segist ekki sjá að mörg lið blandi sér í baráttuna um Íslandsmeistaratitilinn.

„Ég held að það verði ekki mörg lið sem blanda sér í þessa baráttu ef ég á að vera hreinskilinn. Deildin skiptist yfirleitt hratt. Það er skemmtilegast þegar það eru 3-4 lið sem eiga séns langt fram eftir móti og vonandi verðum við allavega í þeirri baráttu."

Baldur kom til Stjörnunnar í vetur eftir að hafa spilað með SönderjyskE í Danmörku í eitt ár. Baldur segist líka lífið hjá Stjörnuni mjög vel.

„Ég hafði ekki oft komið inn á Stjörnusvæðið nema rétt til að spila leiki svo maður vissi ekki mikið um klúbbinn. Allt frá samninagviðræðunum og því þegar ég kom í klúbbinn hefur verið mjög vel að öllu staðið. Mér líst hrikalega vel á þennan klúbb. Þetta er klúbbur sem hefur alltaf verið að vaxa undanfarin ár. Hvernig þeir hugsa hlutina og gera þetta er mjög aðdáunarvert. Stjarnan er komin í baráttuna við toppliðin og tók titilinn 2014."

„Þetta er yngri klúbbur en aðrir toppklúbbar svo við erum í lærdómsferli. Vonandi erum við komnir á þann stað að við getum átt gott sumar. Þetta er mjög samheldið bæjarfélag sem gerir það að verkum að andrúmsloftið í klúbbnum er ótrúlega skemmtilegt og metnaðarfullt."


Baldur spilaði einungis tvo leiki í Lengjubikarnum en hann hefur verið að ná sér eftir meiðsli.

„Ég fór í aðgerð á hné í desember. Það þurfti sinn tíma. Frikki (Friðrik Ellert Jónsson) setti strax upp áætlun í samráði við þjálfarana og áætlunin heldur. Ég reikna fastlega með því að vera klár í fyrsta leik nema eitthvað óvænt komi upp á," sagði Baldur að lokum en Stjarnan mætir Fylki í 1. umferðinni á sunnudag.
Athugasemdir
banner
banner
banner