Framkvæmdir við lagningu hybrid undirlags á Laugardalsvöll eru komnar á næsta stig. Í gær var byrjað að sauma gervigrasið í völlinn og KSÍ birti myndir af þeim áfanga.
Hybrid er náttúrulegt gras sem er styrkt með ákveðnu hlutfalli af gervigrasi. Með því er vonast til að hægt verði að spila á vellinum nánast allt árið um kring.
Stefnt er að því að fyrsti leikurinn á nýja vallarfletinum verði viðureign Íslands og Frakklands í Þjóðadeild kvenna þann 3. júní.
Síðustu heimaleikir kvennalandsliðsins voru spilaðir á Þróttarvelli og þá lék karlalandsliðið heimaleik sinn gegn Kósovó í Murcia á Spáni.
Hybrid er náttúrulegt gras sem er styrkt með ákveðnu hlutfalli af gervigrasi. Með því er vonast til að hægt verði að spila á vellinum nánast allt árið um kring.
Stefnt er að því að fyrsti leikurinn á nýja vallarfletinum verði viðureign Íslands og Frakklands í Þjóðadeild kvenna þann 3. júní.
Síðustu heimaleikir kvennalandsliðsins voru spilaðir á Þróttarvelli og þá lék karlalandsliðið heimaleik sinn gegn Kósovó í Murcia á Spáni.
Í framkvæmdunum á Laugardalsvelli færist vallarflöturinn nær aðalstúkunni, alls um 8 metra.

Athugasemdir