
Hermann Hreiðarsson, þjálfari ÍBV, neitaði að mæta í viðtöl við fjölmiðla eftir 2-1 tap liðsins gegn Lengjudeildarliði Fylkis í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins í kvöld.
Fréttamaður Fótbolta.net í Árbænum tók í staðinn viðtal við Andra Rúnar Bjarnason, sóknarmann liðsins.
Fréttamaður Fótbolta.net í Árbænum tók í staðinn viðtal við Andra Rúnar Bjarnason, sóknarmann liðsins.
Lestu um leikinn: Fylkir 2 - 1 ÍBV
Hermann vildi ekki gefa upp hver væri ástæðan fyrir því að hann gaf ekki kost á viðtölum en Eyjamenn hafa átt erfiða byrjun á tímabilinu og eru í fallsæti án sigurs í Bestu deildinni.
Á leiknum í kvöld voru fréttamenn frá Vísi og Fótbolta.net en Hermann veitti hvorugum þeirra viðtal.
Athygli vakti að Guðjón Pétur Lýðsson var ekki í leikmannahópi ÍBV í kvöld en hann og Hermann voru ósáttir við hvorn annan og hiti þeirra á milli eftir að Guðjóni var skipt af velli í leik gegn ÍA um síðustu helgi.
ÍBV heimsækir Stjörnuna í Bestu deildinni á sunnudag.
Athugasemdir