Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
banner
   mið 25. maí 2022 11:41
Innkastið
„Endar illa þegar menn fara haus í haus og rífast um víti"
Hermann Hreiðarsson, þjálfari ÍBV, og Guðjón Pétur Lýðsson.
Hermann Hreiðarsson, þjálfari ÍBV, og Guðjón Pétur Lýðsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hermann og Hans Mpongo.
Hermann og Hans Mpongo.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það virðist vera mikill pirringur innanbúðar hjá ÍBV og rætt var um málið í Innkastinu.

„Það er ekkert stuð þarna. ÍBV er það lið sem ég sé akkúrat núna sem líklegast til að fara niður. Menn eru að rífast innan vallar og á hliðarlínunni. Það eru því miður ekki góðir straumar í kringum liðið. Það er ekki þjóðhátíð núna," segir Þór Bæring í þættinum.

ÍBV er enn án sigurs í Bestu deildinni og gerði markalaust jafntefli við ÍA um síðustu helgi.

Í uppbótartíma fékk ÍBV vítaspyrnu sem Andri Rúnar Bjarnason tók en spyrna hans var varin. Fyrir vítið þá reifst Hans Mpongo, sem nýlega kom til ÍBV, við Andra og vildi taka vítið.

Hermann Hreiðarsson sagði í viðtali eftir leik að þessi atburðarás hefði væntanlega truflað Andra.

Fyrr í leiknum var Guðjón Pétur Lýðsson tekinn af velli og var mjög ósáttur, Hann og Hermann fóru 'enni í enni'. Eftir leikinn var Hermann einnig spurður út í viðbrögð Guðjóns eftir skiptinguna.

„Hemmi sagði í viðtali eftir leik að það væri bara skap í mönnum, en ég ætla að giska á að það hafi ekki verið það sem hann talaði um eftir leikinn. Það er einhver núningur milli manna," segir Elvar Geir Magnússon í Innkastinu.

„Að fara haus í haus í þjálfarann sinn eftir leik, hann var ekki besti maður vallarins í þessum leik og virkar þungur. Hann hefur örugglega heyrt þetta áður en hann þarf að draga vagninn miklu betur og vera leiðtoginn inn á vellinum. Hann þarf að rífa menn með, það vantar Eyjastemningu og þetta endar illa ef þetta er staðan. Menn farnir haus í haus og rífast um víti," segir Magnús Haukur Harðarson.

„Þegar Hemmi var síðast með liðið var stemning og gredda. Mér finnst vanta Hemma Hreiðars í Hemma Hreiðars. Í viðtölum líka. Mér finnst að það vanti að hann kveiki í Vestmannaeyjum. Það elska allir Hemma fyrir það sem hann er."

Hægt er að hlusta á Innkastið í spilaranum hér að neðan eða í hlaðvarpsveitum.
Innkastið - Stefnuleysi og stór lið komin í mikil vandræði
Athugasemdir
banner
banner