Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 25. maí 2023 10:16
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Graversen um Elías: Þurfum að finna lausn í sumar
Elías Rafn Ólafsson.
Elías Rafn Ólafsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðsmarkvörðurinn Elías Rafn Ólafsson spilaði síðast deildarleik með danska félaginu Midtjylland í mars á þessu ári en þar áður lék hann fyrir liðið í ágúst á síðasta ári. Hann lék einn leik í mars þar sem Jonas Lössl var í leikbanni.

Hann hefur ekki verið í stóru hlutverki, ekki verið aðalmarkvörður liðsins upp á síðkastið.

Það er ansi ólíklegt að hinn 23 ára gamli Elías verði með Midtjylland á næstu leiktíð. Svend Graversen, yfirmaður fótboltamála hjá félaginu, segir í samtali við Tipsbladet að það verði að finnast lausn í sumar.

„Þegar ég lít á Elías og Jonas Lössl, þá sé ég tvo ótrúlega góða markverði," segir Graversen.

„Við erum með langan samning við Elías og hann er ánægður hjá félaginu, en hann veit líka að það að spila er mikilvægt fyrir sig. Við verðum að finna lausn fyrir hann í sumar."

Midtjylland lítur á Elías sem framtíðarkost í markvarðarstöðuna en félagið er víst tilbúið að lána hann í sumar. Það er áhugi á honum og verður fróðlegt að sjá hvað gerist í sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner