Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   fim 25. maí 2023 13:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Líkleg byrjunarlið Blika og Vals: Byrjar Ágúst gegn gömlu félögunum?
Aron Jó snýr til baka eftir leikbann.
Aron Jó snýr til baka eftir leikbann.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Leitar Óskar í hlaupagetu Ágústs?
Leitar Óskar í hlaupagetu Ágústs?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðmundur Andri var ekki í hóp í síðasta leik.
Guðmundur Andri var ekki í hóp í síðasta leik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Leitað í reynsluna sem Arnór býr yfir?
Leitað í reynsluna sem Arnór býr yfir?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Blikar unnu fyrri leik liðanna á tímabilinu, 0-2 á Origo.
Blikar unnu fyrri leik liðanna á tímabilinu, 0-2 á Origo.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik og Valur mætast í toppbaráttuslag í Bestu deildinni í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 19:15 og fer fram á Kópavogsvelli. Leikurinn er hluti af umferðinni sem fram fer eftir mánuð en þá er Breiðablik að taka þátt í for-forkeppni Meistaradeildarinnar og var því leikurinn færður fram um mánuð. Fótbolti.net setti saman líkleg byrjun fyrir leikinn, allt til gamans gert auðvitað.

Þeir Anton Logi Lúðvíksson og Patrik Johannessen eru fjarri góðu gamni vegna meiðsla hjá Blikum. Hjá Val voru þeir Birkir Heimisson og Guðmundur Andri Tryggvason ekki í hópnum í síðasta leik og spurning hversu heilir þeir eru. Patrick Pedersen og Orri Sigurður Ómarsson eru meiddir.



Breiðablik vann KA 2-0 í síðustu umferð. Ef þetta reynist rétt byrjunarlið verður ein breyting á byrjunarliði Breiðabliks. Ágúst Eðvald Hlynsson kæmi inn fyrir Alexander Helga Sigurðarson. Óskar Hrafn hefur oft leitað í Arnór Svein Aðalsteinsson í stóru leikjunum og spurning hvort hann fái kallið í dag.

Staðan á hópnum er góð
„Í raun og veru er staðan ágæt. Patrik er frá út tímabilið og Anton Logi er meiddur á öxl. Annars eru allir heilir, misheilir þó. Andri Rafn og Arnór Sveinn eru að koma til baka eftir meiðsli og Jason er að koma til baka eftir meiðsli, en ég held að staðan á hópnum sé samt með besta móti; við getum ekki kvartað yfir því," sagði Óskar í gær.

Sjá einnig:
Óskar Hrafn: Sá leikmaður þarf að vera eitthvað verulega skrýtinn



Valur gerði markalaust jafntefli gegn Keflavík í síðustu umferð. Ef þetta reynist rétt byrjunarlið verða tvær breytingar á Valsliðinu. Guðmundur Andri kæmi inn fyrir Tryggva Hrafn og Aron Jóhannsson inn fyrir Lúkas Loga. Guðmundur Andri er þó tæpur og spurning hvort að Tryggvi eða Lúkas byrji á kantinum. Þá gætu Birkir Heimisson og Haukur Páll einnig komið inn á miðsvæðið.

Staðan á hópnum?
„Menn eru að skríða saman sem er jákvætt. Það er alltaf að verða meiri þéttleiki með hópinn, við verðum ekki eins þunnskipaðir og gegn Keflavík. Þar vorum við með ansi marga unga stráka á bekknum, það breytist og við fáum menn inn. Það er jákvætt og veitir ekki af í svona. Það getur líka skipt máli að vera með alvöru leikmenn sem geta komið inn á. Við vorum með svolítið varnarsinnaða leikmenn og svo unga stráka síðast. Núna ættum við að geta verið með breiðari hóp á öllum vígstöðvum."

Aron Jóhannssonn snýr til baka eftir leikbann á morgun. Arnar vildi ekkert gefa upp þegar hann var spurður beint út í Birki Heimisson og Guðmund Andra Tryggvason sem voru ekki með í síðasta leik.

„Það kemur bara í ljós á morgun, ég er ekki að fara gefa það upp núna hverjir eru klárir og hverjir ekki. Ég hef ekki vanið mig á það og ég er ekki að fara breyta því. Það kemur bara í ljós klukkutíma fyrir leik á morgun hverjir eru klárir og hverjir ekki."

En hvenær býstu við að Patrick geti komið inn í hópinn? „Maður vonar sem fyrst, hann er hægt og rólega að taka sín fyrstu skref á vellinum sem er jákvætt. Við getum sagt að það styttist."

Sjá einnig:
Arnar Grétars: Fannst það mjög ósanngjörn úrslit
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner