Gomes gríðarlega eftirsóttur - Liverpool og Man Utd með í kappinu um Guéhi - Liverpool missir af Gordon og skoðar Adeyemi - Barca vill losna við De...
banner
   þri 25. júní 2024 16:51
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Elín Björg spáir í 10. umferð Bestu deildar kvenna
Elín Björg Norðfjörð Símonardóttir.
Elín Björg Norðfjörð Símonardóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Elín spáir Val sigri í stórleik umferðarinnar.
Elín spáir Val sigri í stórleik umferðarinnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
FH mætir Tindastóli á morgun.
FH mætir Tindastóli á morgun.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Guðmunda Brynja Óladóttir, leikmaður HK, var með þrjá rétta þegar hún spáði í síðustu umferð Bestu deildar kvenna.

Næsta umferð hefst í kvöld en Elín Björg Norðfjörð Símonardóttir, markahæsti leikmaður 2. deildar kvenna, spáir í leikina sem eru framundan. Elín hefur átt frábært sumar með Haukum og skorað 13 mörk í sjö leikjum.

Svona spáir hún leikjunum:

Þróttur R. 1 - 1 Fylkir (18:00 í kvöld)
Þetta verður hörkuleikur. Báðum liðum sárvantar stig, Þróttur nær forystu en Fylkiskonur ná að jafna og stigunum verður deilt.

Keflavík 1 - 3 Breiðablik (18:00 í kvöld)
Held að þetta verði auðvelt fyrir Blika en Keflavík nær að koma inn einu marki.

Þór/KA 1 - 2 Valur (18:15 í kvöld)
Leikur umferðarinnar! Held að þetta verði hörkuleikur, Amanda og Sandra hafa verið heitustu leikmenn sumarsins og ná báðar að setja hann en held að Valur klári þennan leik.

Víkingur R. 1 - 0 Stjarnan (18:00 á morgun)
Stjarnan ekki unnið lengi þannig þær mæta sterkar til leiks. Víkingur alltaf solid á heimavelli og erfitt að sækja stig þangað þannig þetta verður hörkuleikur en ég held að Víkingskonur ná að sigla þessu heim. Sjálfstraustið eflaust hátt eftir seinasta leik.

FH 2 - 0 Tindastóll (18:00 á morgun)
Leikir milli þessa liða hafa alltaf verið spennandi. Bæði lið hafa verið mikið upp og niður í gegum sumarið eftir góðan árangur í fyrra sem nýliðar en það er ekki auðvelt að næla sér í stig í Kaplakrika. Held að þetta verði nokkuð þægilegt fyrir FHinga og þær næla sér í öll stigin.

Fyrri spámenn:
Guðrún Arnardóttir (5 réttir)
Hafrún Rakel Halldórsdóttir (4 réttir)
Alda Ólafsdóttir (4 réttir)
Guðmunda Brynja Óladóttir (3 réttir)
Hildur Antonsdóttir (3 réttir)
Diljá Ýr Zomers (3 réttir)
Helena Ólafsdóttir (3 réttir)
Hildur Karítas Gunnarsdóttir (3 réttir)
Cecilía Rán Rúnarsdóttir (2 réttir)
Athugasemdir
banner
banner
banner