Tíunda umferð Bestu deildar kvenna fer af stað með þremur leikjum í kvöld.
Keflavík tekur á móti Breiðabliki á HS Orku-vellinum í Keflavík. Blikar unnu fyrri leikinn á Kópavogsvelli með þremur mörkum gegn engu.
Blikar eru á toppnum á markatölu en liðið tapaði sínum fyrsta leik í mótinu í síðustu umferð.
Valur, sem er í öðru sæti, heimsækir Þór/KA á Akureyri. Það má búast við hörkuleik en Þór/KA er í þriðja sætinu aðeins þremur stigum á eftir Blikum og Val.
Þróttur og Fylkir eigast þá við í Laugardalnum. Þróttur er með 7 stig í 8. sæti en Fylkir í neðsta sæti með 5 stig.
Leikir dagsins:
Besta-deild kvenna
18:00 Keflavík-Breiðablik (HS Orku völlurinn)
18:00 Þróttur R.-Fylkir (AVIS völlurinn)
18:15 Þór/KA-Valur (VÍS völlurinn)
Stöðutaflan

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir