C- og D-riðlar Evrópumótsins í Þýskalandi klárast í dag.
Enska landsliðið hefur verið vonbrigði á mótinu til þessa og það þrátt fyrir að hafa fengið fjögur stig í fyrstu tveimur leikjunum. Liðið er öruggt áfram í 16-liða úrslit eftir leiki gærkvöldsins.
Frammistaðan var dapurleg gegn Dönum í annarri umferðinni og þá var sigur liðsins á Serbum í fyrstu umferðinni langt í frá sannfærandi, en það verður fróðlegt að sjá hvort lærisveinar Gareth Southgate stígi á bensíngjöfina í lokaleik riðilsins í kvöld.
England mætir Slóveníu á meðan Danmörk spilar við Serbíu. Englendingar er í efsta sæti riðilsins með 4 stig en Danmörk og Slóvenía koma næst á eftir með 2 stig. Serbía er aðeins með 1 stig.
Ágætis spenna er í D-riðli. Hollendingar og Frakkar eru með 4 stig en Austurríki er með 3 stig í þriðja sætinu.
Holland mætir Austurríki á meðan Frakkar spila við Pólland. Frakkland og Holland eru er komin áfram í 16-liða úrslit.
Leikir dagsins:
EM C riðill
19:00 England - Slóvenía
19:00 Danmörk - Serbía
EM D riðill
16:00 Holland - Austurríki
16:00 Frakkland - Pólland
Athugasemdir