Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 25. júlí 2020 13:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Coman verður ekki seldur - Varaáætlun Man Utd
Kingsley Coman.
Kingsley Coman.
Mynd: Getty Images
Sky Sports í Þýskalandi greinir frá því að Bayern Munchen muni ekki selja hinn 24 ára Kingsley Coman frá félaginu í sumar. Franski kantmaðurinn hefur verið orðaður við Manchester United undanfarin sólarhring.

Sky Sports segir frá því að United gæti reynt að fá Coman ef félaginu mistekst að kaupa Jadon Sancho frá Dortmund í sumar. The Athletic segir frá því að United hafi rætt við Bayern Munchen um Coman.

Niðurstaða þeirra viðræðna virðist hafa leitt til þeirrar niðurstöðu að Coman sé falur á lánssamningi. Coman er talinn vera falur vegna þess að Bayern keypti Leroy Sane á dögunum frá Manchester City og því mögulega færðist Coman aftar í goggunarröðina.

Sumarglugginn opnar núna á mánudaginn og lokar 5. október.
Athugasemdir
banner
banner