Man Utd gæti reynt við Pope - Arsenal vonar að Palace lækki verðið á Eze
FH skrifaði söguna - „Það verður bara veisla á Laugardalsvelli"
„Svolítið bras á okkur í fyrri hálfleik"
Venni: Þetta veðmál gékk upp í dag
Arnar: Maður getur ekki verið vondur þegar menn eru að reyna að gera réttu hluti
Gústi Gylfa: Á meðan við skorum ekki mörk þá endar þetta á verstan veg
Gunnar Heiðar: Litum við bara mjög vel út og mörkin frábær
„Erfitt að kyngja þessu og vera 'humble' og 'gracefull' því við áttum eitthvað skilið úr þessum leik"
Haraldur Freyr: Við stefnum klárlega á að komast í umspilið
Kári Kristjáns: Þjálfarinn í Danmörku hætti óvænt og smá kaos
Siggi gríðarlega ánægður með Affi: Búinn að sýna það sem við vonuðumst eftir
„Sennilega ógeðslegasta mark sem við höfum fengið á okkur"
Höskuldur: Ætlum ekki að bregðast við eins og krakki á N1 mótinu
Dóri Árna: Tökum þessum leik mjög alvarlega
Benedikt Warén: Það verður skemmtilegra að mæta á æfingar
Jökull: Mjög hissa ef það er hægt að færa rök gegn því
Magnús Már um rauða spjaldið - „Það litar leikinn svakalega mikið"
Bestur í Mjólkurbikarnum: Mætir bróður sínum í úrslitaleiknum
Heimsóknin - KFG og Víkingur Ó
Simon Tibbling: Mér líður pínu eins og við höfum unnið
Rúnar Kristins: Stálum kannski þessu eina stigi?
   þri 25. júlí 2023 22:15
Arnar Laufdal Arnarsson
Óskar Hrafn: Verðum að mæta með kassann úti og keyra á þetta
Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks.
Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Óskar Hrafn var ansi svekktur eftir 2-0 tap gegn FC Kaupmannahöfn en liðin mættust í kvöld í 2. umferð í undankeppni Meistaradeildar Evrópu en Blikar voru frábærir gegn dönsku meisturunum í kvöld þrátt fyrir tap.

"Ég get alveg fallist á það að maður er drullu svekktur og hundfúll og ósáttur við að við séum ekki búnir að stíga oft á móti liðum eins og FCK þá erum við að gera mistök varnarlega á lykilaugnablikum sem okkur er refsað fyrir og við nýtum ekki allar þessar frábæru stöður sem að við komumst í við þeirra teig og það er bara gömul saga á ný að á móti svona liðum í þessum gæðaflokki þá þarftu að vera í lazer fókus í varnarleiknum og þú þarft að nýta stöðurnar sem þú færð sóknarlega og því miður þá gerðum við það ekki í dag og það pirrar mig ósegjanlega" Sagði Óskar Hrafn í viðtali við Fótbolta.net eftir leik.

Lestu um leikinn: Breiðablik 0 -  2 FCK

Á tímabili í síðari hálfleik voru Breiðablik búnir að vera með 55% boltann í leiknum, kom það Óskari á óvart að FCK leyfðu Blikum oft á tíðum bara að spila sinn leik?

"Nei kom mér ekkert sérstaklega á óvart, þeir ætluðu að stíga upp á okkur en það gekk ekkert sérstaklega vel hjá þeim, þegar þeir gerðu það voru þeir oft á tíðum opnir og auðvitað bara sama með okkur við áttum í vandræðum í hluta fyrri hálfleiks með að pressa þá og þeir leystu það enda góðir fótboltamenn. Stundum verða menn að falla þegar menn ná ekki að klukka þannig ég held að það hafi verið skynsamlegt hjá þeim að gera það"

Hvernig sér Óskar fyrir sér leikinn á Parken í næstu viku?

"Við erum fínir á grasi og sérstaklega á góðu grasi, við horfum á þann leik og þurfum að horfa á þann leik þar sem að við ætlum að ná yfirhöndinni snemma og við verðum að mæta með kassann úti og keyra á þetta, það er enginn sem fer í Meistaradeildina og bíður eftir því að einvígið klárist til að fara í næsta einvígi við verðum bara að mæta, keyra á þetta, ná yfirhöndinni og sjá hvert það leiðir okkur"

Viðtalið við Óskar Hrafn má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.
Athugasemdir