Verðmiðinn á Rashford - Mikið tap hjá Ratcliffe - Newcastle vill Gittens
Gunnar Heiðar: Við héldum ekki áfram að gera það sem við erum góðir í
Jóhann Birnir: Eiginlega meira svekktur með hvað það kom smá óðagot á okkur
Hemma Hreiðars bragur að myndast hjá HK - „Vilja æfa eins og skepnur"
Óli Íshólm: Eitthvað til að byggja ofan á en súrt var það
Þriðji markvörður Fjölnis í þremur leikjum - „Ekki algengt að tveir markmenn af þrem meiðist"
Árni Guðna: Þurfum að snúa þessum jafnteflum upp í sigra
De Jong spark fékk bara gult spjald „Hann fer bara með takkana í magann á honum"
Matti: Fyrri hálfleikurinn fer í algjört andleysi
Agla María: Ansi góð vika og við förum sáttar inn í helgina
Berglind Björg: Auðvitað er það alltaf markmiðið
Best í Mjólkurbikarnum: Örugglega fyrsta þrennan á ferlinum
Arnar Gunnlaugs á nýja grasinu: Ótrúlegir hlutir gerst síðustu vikur
Arnór Borg um VÆB fagn Vestra: Daði var að cooka inn í klefa, Róa eitthvað
Dóri Árna: Ef maður misstígur sig einu sinni þá ertu búinn
Davíð Smári eftir magnaðan sigur: Þetta er fótboltaleikur, það eru tilfinningar
Haddi: Gerum glórulaus mistök
Rúnar Kristins: Baráttuandinn og viljinn til staðar
Sjáðu síðasta víti Stjörnunnar og stemninguna hjá Kára í Akraneshöllinni
Hektor Bergmann: Þetta er besta tilfinning í heimi
Jökull eftir sigur í vító: „Eigum sittera fyrir framan markið“
   þri 25. júlí 2023 22:15
Arnar Laufdal Arnarsson
Óskar Hrafn: Verðum að mæta með kassann úti og keyra á þetta
Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks.
Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Óskar Hrafn var ansi svekktur eftir 2-0 tap gegn FC Kaupmannahöfn en liðin mættust í kvöld í 2. umferð í undankeppni Meistaradeildar Evrópu en Blikar voru frábærir gegn dönsku meisturunum í kvöld þrátt fyrir tap.

"Ég get alveg fallist á það að maður er drullu svekktur og hundfúll og ósáttur við að við séum ekki búnir að stíga oft á móti liðum eins og FCK þá erum við að gera mistök varnarlega á lykilaugnablikum sem okkur er refsað fyrir og við nýtum ekki allar þessar frábæru stöður sem að við komumst í við þeirra teig og það er bara gömul saga á ný að á móti svona liðum í þessum gæðaflokki þá þarftu að vera í lazer fókus í varnarleiknum og þú þarft að nýta stöðurnar sem þú færð sóknarlega og því miður þá gerðum við það ekki í dag og það pirrar mig ósegjanlega" Sagði Óskar Hrafn í viðtali við Fótbolta.net eftir leik.

Lestu um leikinn: Breiðablik 0 -  2 FCK

Á tímabili í síðari hálfleik voru Breiðablik búnir að vera með 55% boltann í leiknum, kom það Óskari á óvart að FCK leyfðu Blikum oft á tíðum bara að spila sinn leik?

"Nei kom mér ekkert sérstaklega á óvart, þeir ætluðu að stíga upp á okkur en það gekk ekkert sérstaklega vel hjá þeim, þegar þeir gerðu það voru þeir oft á tíðum opnir og auðvitað bara sama með okkur við áttum í vandræðum í hluta fyrri hálfleiks með að pressa þá og þeir leystu það enda góðir fótboltamenn. Stundum verða menn að falla þegar menn ná ekki að klukka þannig ég held að það hafi verið skynsamlegt hjá þeim að gera það"

Hvernig sér Óskar fyrir sér leikinn á Parken í næstu viku?

"Við erum fínir á grasi og sérstaklega á góðu grasi, við horfum á þann leik og þurfum að horfa á þann leik þar sem að við ætlum að ná yfirhöndinni snemma og við verðum að mæta með kassann úti og keyra á þetta, það er enginn sem fer í Meistaradeildina og bíður eftir því að einvígið klárist til að fara í næsta einvígi við verðum bara að mæta, keyra á þetta, ná yfirhöndinni og sjá hvert það leiðir okkur"

Viðtalið við Óskar Hrafn má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner