Van Dijk vill framlengja - PSG og Juve vilja Salah - Man Utd vill Rabiot
Gulli gæti ekki hrósað Sölva nóg - „Stend hérna vel pirraður"
Köstuðu kveikjurum þegar Ísland skoraði - „Mér finnst það snilld"
Orri Steinn: Örugglega svona 20 sinnum verra
Gylfi: Geðveik stemning og gaman að upplifa það aftur
Hjörtur Hermanns: Skíturinn skeður
Jói Berg: Er fyrstur að viðurkenna það þegar ég er ekki nógu góður
Age Hareide: Þetta var leikur kjánalegra mistaka
Róbert Orri: Geggjað að hitta strákana og tala íslensku
Andri Fannar: Erum frá Íslandi og eigum að vera klárir í baráttu
Ólafur Ingi býst við öðruvísi leik: Þeir eru stórir og sterkir
Óli Hrannar: Hef ekki hugmynd um það
Venni Ólafs: Fótboltinn er skrýtin skepna
Stefán Árni: Vona að mér verði bannað að fara af vellinum
Omar Sowe: Er ekki viss hvar ég enda
Árni Freyr: ég reikna með þeim öllum í Mosó til að hjálpa okkur yfir línuna
Dagur Ingi: Í mínum bókum var þetta víti
Igor Bjarni: þetta var alltaf á hnífsblaði hjá okkur
Úlfur: Langþráður sigur og við erum hæstánægðir með þetta
Dragan: Skil ekki hvernig við vinnum ekki
Siggi Höskulds: Spenntur að fá að byrja aftur
   þri 25. júlí 2023 22:15
Arnar Laufdal Arnarsson
Óskar Hrafn: Verðum að mæta með kassann úti og keyra á þetta
Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks.
Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Óskar Hrafn var ansi svekktur eftir 2-0 tap gegn FC Kaupmannahöfn en liðin mættust í kvöld í 2. umferð í undankeppni Meistaradeildar Evrópu en Blikar voru frábærir gegn dönsku meisturunum í kvöld þrátt fyrir tap.

"Ég get alveg fallist á það að maður er drullu svekktur og hundfúll og ósáttur við að við séum ekki búnir að stíga oft á móti liðum eins og FCK þá erum við að gera mistök varnarlega á lykilaugnablikum sem okkur er refsað fyrir og við nýtum ekki allar þessar frábæru stöður sem að við komumst í við þeirra teig og það er bara gömul saga á ný að á móti svona liðum í þessum gæðaflokki þá þarftu að vera í lazer fókus í varnarleiknum og þú þarft að nýta stöðurnar sem þú færð sóknarlega og því miður þá gerðum við það ekki í dag og það pirrar mig ósegjanlega" Sagði Óskar Hrafn í viðtali við Fótbolta.net eftir leik.

Lestu um leikinn: Breiðablik 0 -  2 FCK

Á tímabili í síðari hálfleik voru Breiðablik búnir að vera með 55% boltann í leiknum, kom það Óskari á óvart að FCK leyfðu Blikum oft á tíðum bara að spila sinn leik?

"Nei kom mér ekkert sérstaklega á óvart, þeir ætluðu að stíga upp á okkur en það gekk ekkert sérstaklega vel hjá þeim, þegar þeir gerðu það voru þeir oft á tíðum opnir og auðvitað bara sama með okkur við áttum í vandræðum í hluta fyrri hálfleiks með að pressa þá og þeir leystu það enda góðir fótboltamenn. Stundum verða menn að falla þegar menn ná ekki að klukka þannig ég held að það hafi verið skynsamlegt hjá þeim að gera það"

Hvernig sér Óskar fyrir sér leikinn á Parken í næstu viku?

"Við erum fínir á grasi og sérstaklega á góðu grasi, við horfum á þann leik og þurfum að horfa á þann leik þar sem að við ætlum að ná yfirhöndinni snemma og við verðum að mæta með kassann úti og keyra á þetta, það er enginn sem fer í Meistaradeildina og bíður eftir því að einvígið klárist til að fara í næsta einvígi við verðum bara að mæta, keyra á þetta, ná yfirhöndinni og sjá hvert það leiðir okkur"

Viðtalið við Óskar Hrafn má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner