Jesus gæti farið frá Arsenal - Möguleg stjóraskipti hjá Man Utd og Bayern - Dortmund vill halda Sancho
Alls ekki byrjunin sem ÍR ætlaði sér - „Eigum að vera sterkari en þetta"
Alda um áhugann úr Bestu deildinni: Var aldrei spurning fyrir mig
Vildi ekki mæta Tindastóli - „Gott að eiga tvær fjölskyldur núna"
Gylfi æfði ekkert í vikunni: Gott að snúa þessu við eftir nokkur svekkjandi úrslit
Óskar eftir átta marka veislu: Þær taka fyrirsagnirnar en liðið allt er mjög gott
Dóri Árna: Stundum ekki nógu þroskaðir þó við séum með reynslumikið lið
Arnar Grétars ósáttur: Komið út í algjöra þvælu
Ómar Ingi: Værum með fullt hús stiga hefðum við lagt þetta á okkur í öllum leikjum
Rúnar Páll: Töpum leiknum á 10 mínútna kafla
Magnús Arnar í sigurvímu: Ég er ennþá að reyna ná þessu
Rúnar Kristins: Fram að marki Fylkis vorum við bara lélegir
Arnar Gunnlaugs: Ég fór á hnén og grátbað um víti en hann gaf mér rautt spjald í staðinn
Gummi Magg: Ætlaði að lyfta honum aðeins hærra
Jón Þór: Mér fannst lokatölurnar full stórar
Jökull: Gaman að geta gefið stuðningsmönnum skemmtilegri leik
Ásgeir Sigurgeirs: Fannst ekki vera lína í þessu
Guðmundur Baldvin: Þetta er bara sokkur í munninn á þeim
Hallgrímur Jónasson: Viðar er að vinna í sínum málum
Atli Sigurjóns: Galið að reka hann útaf
Gregg Ryder: Skrítnasta sem að ég hef nokkurntímann séð
banner
   þri 25. júlí 2023 22:15
Arnar Laufdal Arnarsson
Óskar Hrafn: Verðum að mæta með kassann úti og keyra á þetta
Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks.
Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Óskar Hrafn var ansi svekktur eftir 2-0 tap gegn FC Kaupmannahöfn en liðin mættust í kvöld í 2. umferð í undankeppni Meistaradeildar Evrópu en Blikar voru frábærir gegn dönsku meisturunum í kvöld þrátt fyrir tap.

"Ég get alveg fallist á það að maður er drullu svekktur og hundfúll og ósáttur við að við séum ekki búnir að stíga oft á móti liðum eins og FCK þá erum við að gera mistök varnarlega á lykilaugnablikum sem okkur er refsað fyrir og við nýtum ekki allar þessar frábæru stöður sem að við komumst í við þeirra teig og það er bara gömul saga á ný að á móti svona liðum í þessum gæðaflokki þá þarftu að vera í lazer fókus í varnarleiknum og þú þarft að nýta stöðurnar sem þú færð sóknarlega og því miður þá gerðum við það ekki í dag og það pirrar mig ósegjanlega" Sagði Óskar Hrafn í viðtali við Fótbolta.net eftir leik.

Lestu um leikinn: Breiðablik 0 -  2 FCK

Á tímabili í síðari hálfleik voru Breiðablik búnir að vera með 55% boltann í leiknum, kom það Óskari á óvart að FCK leyfðu Blikum oft á tíðum bara að spila sinn leik?

"Nei kom mér ekkert sérstaklega á óvart, þeir ætluðu að stíga upp á okkur en það gekk ekkert sérstaklega vel hjá þeim, þegar þeir gerðu það voru þeir oft á tíðum opnir og auðvitað bara sama með okkur við áttum í vandræðum í hluta fyrri hálfleiks með að pressa þá og þeir leystu það enda góðir fótboltamenn. Stundum verða menn að falla þegar menn ná ekki að klukka þannig ég held að það hafi verið skynsamlegt hjá þeim að gera það"

Hvernig sér Óskar fyrir sér leikinn á Parken í næstu viku?

"Við erum fínir á grasi og sérstaklega á góðu grasi, við horfum á þann leik og þurfum að horfa á þann leik þar sem að við ætlum að ná yfirhöndinni snemma og við verðum að mæta með kassann úti og keyra á þetta, það er enginn sem fer í Meistaradeildina og bíður eftir því að einvígið klárist til að fara í næsta einvígi við verðum bara að mæta, keyra á þetta, ná yfirhöndinni og sjá hvert það leiðir okkur"

Viðtalið við Óskar Hrafn má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner