Isak vill enn fara - Vlahovic orðaður við Liverpool og Newcastle - Lammens færist nær Manchester United
Arnar Gunnlaugs: Þetta er sexí hópur
Hólmar Örn: Maður þurfti aðeins að hrista það af sér
Magnús Már: Margt jákvætt í frammistöðunni en niðurstaðan súr
Sölvi Geir: Vonandi er búið að losna um tómatsósuna hjá honum
Túfa: Þvílík endurkoma eftir að hafa verið með bakið uppvið vegg
Oliver Ekroth: Allir leikir eins og úrslitaleikir
Davíð Smári: Okkar versti leikur
Örvar Eggerts: Gott að spila illa og vinna
Jökull: Ætlum okkur meira - Erum ekki að horfa í fjórða eða þriðja sætið
Óskar hefur engar áhyggjur: „Annað liðið skokkaði tvisvar upp í hornspyrnur og skoraði“
Kjartan Kári: Lengi á æfingavellinum að taka aukaspyrnur
Láki: Fullt af hlutum sem við vorum ósáttir við dómgæsluna
Heimir Guðjóns: Kjartan Kári bjargaði okkur
Birgir Baldvins: Þetta er mitt mark!
Haddi: Það er gott jafnvægi í hópnum
Rúnar Kristins: Við erum í fallbaráttu og menn verða að gera sér grein fyrir því
Átti sinn besta leik til þessa gegn gömlu félögunum - „Ótrúleg stemning"
Njarðvíkingar féllu á prófinu - „Eitthvað sem hann þarf að læra"
Magnaður dagur í Þorpinu - „Tímamótadæmi að fá svona stuðning"
Alli Jó: Algjörlega á okkur að ná í úrslit og vinna fótboltaleiki
banner
   þri 25. júlí 2023 22:15
Arnar Laufdal Arnarsson
Óskar Hrafn: Verðum að mæta með kassann úti og keyra á þetta
Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks.
Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Óskar Hrafn var ansi svekktur eftir 2-0 tap gegn FC Kaupmannahöfn en liðin mættust í kvöld í 2. umferð í undankeppni Meistaradeildar Evrópu en Blikar voru frábærir gegn dönsku meisturunum í kvöld þrátt fyrir tap.

"Ég get alveg fallist á það að maður er drullu svekktur og hundfúll og ósáttur við að við séum ekki búnir að stíga oft á móti liðum eins og FCK þá erum við að gera mistök varnarlega á lykilaugnablikum sem okkur er refsað fyrir og við nýtum ekki allar þessar frábæru stöður sem að við komumst í við þeirra teig og það er bara gömul saga á ný að á móti svona liðum í þessum gæðaflokki þá þarftu að vera í lazer fókus í varnarleiknum og þú þarft að nýta stöðurnar sem þú færð sóknarlega og því miður þá gerðum við það ekki í dag og það pirrar mig ósegjanlega" Sagði Óskar Hrafn í viðtali við Fótbolta.net eftir leik.

Lestu um leikinn: Breiðablik 0 -  2 FCK

Á tímabili í síðari hálfleik voru Breiðablik búnir að vera með 55% boltann í leiknum, kom það Óskari á óvart að FCK leyfðu Blikum oft á tíðum bara að spila sinn leik?

"Nei kom mér ekkert sérstaklega á óvart, þeir ætluðu að stíga upp á okkur en það gekk ekkert sérstaklega vel hjá þeim, þegar þeir gerðu það voru þeir oft á tíðum opnir og auðvitað bara sama með okkur við áttum í vandræðum í hluta fyrri hálfleiks með að pressa þá og þeir leystu það enda góðir fótboltamenn. Stundum verða menn að falla þegar menn ná ekki að klukka þannig ég held að það hafi verið skynsamlegt hjá þeim að gera það"

Hvernig sér Óskar fyrir sér leikinn á Parken í næstu viku?

"Við erum fínir á grasi og sérstaklega á góðu grasi, við horfum á þann leik og þurfum að horfa á þann leik þar sem að við ætlum að ná yfirhöndinni snemma og við verðum að mæta með kassann úti og keyra á þetta, það er enginn sem fer í Meistaradeildina og bíður eftir því að einvígið klárist til að fara í næsta einvígi við verðum bara að mæta, keyra á þetta, ná yfirhöndinni og sjá hvert það leiðir okkur"

Viðtalið við Óskar Hrafn má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner