Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   fim 25. júlí 2024 08:30
Ívan Guðjón Baldursson
Roma vinnur úrvalsdeildarfélög í kappinu um Soulé
Mynd: EPA
AS Roma er að krækja í argentínska kantmanninn Matias Soulé frá Juventus eftir að hann lék á láni hjá Frosinone á síðustu leiktíð og féll með þeim úr efstu deild.

Soulé var meðal bestu leikmanna Frosinone og vakti mikinn áhuga á sér með frammistöðu sinni á síðustu leiktíð.

Leicester City og West Ham reyndu að kaupa Soulé í sumar en leikmaðurinn vildi vera áfram í ítalska boltanum og valdi frekar að ganga til liðs við Roma.

Rómverjar borga 26 milljónir evra fyrir Soulé, auk 4 milljóna í árangurstengdar aukagreiðslur og 10% hlutfall af næstu sölu leikmannsins.
Athugasemdir
banner