Liverpool hafnaði tilboði í Nunez og hefur áhuga á Tzimas - Chelsea hefur sett verðmiða á Nkunku - Rashford vill fara til Barcelona
   fös 25. september 2015 14:10
Elvar Geir Magnússon
Gunnar Heiðar: Nenni ekki að pæla í hvað KR gerir
Gunnar Heiðar í leik á Leiknisvelli.
Gunnar Heiðar í leik á Leiknisvelli.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eyjapeyjinn geðþekki Gunnar Heiðar Þorvaldsson segir að leikmenn ÍBV ætli að selja sig dýrt gegn Breiðabliki í næstsíðustu umferð Pepsi-deildarinnar á morgun. Ljóst er að með sigri tryggir ÍBV sæti sitt í deildinni fyrir næsta tímabil.

Ef KR vinnur Leikni er ljóst að Breiðhyltingar falla með Keflavík sama hvernig leikurinn í Kópavogi fer.

„Við erum fullir tilhlökkunar og ætlum að klára þetta sjálfir. Ég nenni ekki að pæla í því hvað KR og hin liðin eru að fara að gera. Ef við vinnum okkar leik erum við klárir fyrir Pepsi á næsta ári, við ætlum að selja okkur mjög dýrt í þessum leik og hirða þau þrjú stig sem eru í boði," segir Gunnar sem var í Herjólfi á leið til lands þegar Fótbolti.net heyrði í honum.

„Það nennir enginn að vera í stressi í lokaumferðinni og við viljum klára þetta sem fyrst. Veðurspáin er ekkert sérstök en þetta er Ísland og við getum lítið gert. Það er alltaf talað um að fá gervigras en við breytum ekkert veðrinu á þessum tíma. Mikilvægustu leikir tímabilsins eru oft spilaðir í vondu veðri en það þarf bara að bíta á jaxlinn og gíra sig í þetta."

Breiðablik á enn tölfræðilega möguleika á Íslandsmeistaratitlinum og hefur verið eitt besta lið landsins. Hvað þarf ÍBV að gera til að stöðva Blikana?

„Blikar eru mjög vel spilandi og ég hef hrifist af þeim í sumar. Við þurfum að halda áfram að vera þéttir og ekki láta slitna milli varnar og miðju, og miðju og sóknar. Það hefur verið smá bil milli okkar og þá hafa lið komist á milli. Við eigum að geta strítt þessum liðum í efri hluta deildarinnar og við erum að byggja nýtt lið núna og viljum sýna og sanna að við ætlum okkur stóra hluti," segir Gunnar Heiðar Þorvaldsson.

laugardagur 26. september
14:00 Leiknir R.-KR (Leiknisvöllur)
14:00 Breiðablik-ÍBV (Kópavogsvöllur)
14:00 Víkingur R.-Fylkir (Víkingsvöllur)
14:00 ÍA-Valur (Norðurálsvöllurinn)
14:00 FH-Fjölnir (Kaplakrikavöllur)
14:00 Stjarnan-Keflavík (Samsung völlurinn)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner