Ramos orðaður við Man Utd - West Ham fylgist með Brassa - Sunderland vill Guendouzi
banner
   sun 25. október 2020 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Spánn í dag - Sociedad getur endurheimt toppsætið
Real Valladolid tekur á móti Alaves í fyrsta leik dagsins í spænska boltanum en bæði lið eru í fallsæti eftir sex umferðir.

Cadiz og Villarreal eigast svo við í spennandi leik þar sem nýliðar Cadiz hafa farið vel af stað og höfðu betur gegn Spánarmeisturum Real Madrid í síðustu umferð.

Villarreal er í þriðja sæti sem stendur með ellefu stig eftir sex umferðir, einu stigi fyrir ofan Cadiz.

Getafe tekur þá á móti Granada í öðrum áhugaverðum slag þar sem bæði þessi lið stefna á Evrópubaráttu á tímabilinu.

Real Sociedad og Huesca mætast í síðasta leik kvöldsins. Þar getur Sociedad hirt toppsæti deildarinnar með sigri, en Huesca er enn án sigurs eftir sex umferðir.

Leikir dagsins:
13:00 Valladolid - Alaves
15:00 Cadiz - Villarreal
17:30 Getafe - Granada CF
20:00 Real Sociedad - Huesca
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Barcelona 16 13 1 2 47 20 +27 40
2 Real Madrid 16 11 3 2 32 15 +17 36
3 Villarreal 15 11 2 2 31 13 +18 35
4 Atletico Madrid 16 9 4 3 28 15 +13 31
5 Espanyol 15 8 3 4 19 16 +3 27
6 Betis 15 6 6 3 25 19 +6 24
7 Athletic 16 7 2 7 15 20 -5 23
8 Getafe 15 6 2 7 13 17 -4 20
9 Elche 15 4 7 4 18 17 +1 19
10 Celta 15 4 7 4 18 19 -1 19
11 Alaves 15 5 3 7 13 15 -2 18
12 Vallecano 15 4 5 6 13 16 -3 17
13 Sevilla 15 5 2 8 20 24 -4 17
14 Real Sociedad 15 4 4 7 19 22 -3 16
15 Osasuna 15 4 3 8 14 18 -4 15
16 Valencia 15 3 6 6 14 23 -9 15
17 Mallorca 15 3 5 7 15 22 -7 14
18 Girona 15 2 6 7 13 29 -16 12
19 Oviedo 15 2 4 9 7 22 -15 10
20 Levante 15 2 3 10 16 28 -12 9
Athugasemdir
banner