Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 25. nóvember 2023 23:05
Brynjar Ingi Erluson
Cech þreytti frumraun sína í bresku úrvalsdeildinni í íshokkí
Petr Cech elskar að verja mörkin
Petr Cech elskar að verja mörkin
Mynd: Getty Images
Fyrrum markvörðurinn, Petr Cech, er margt til lista lagt, en hann þreytti í kvöld frumraun sína í bresku úrvalsdeildinni í íshokkí.

Cech lagði hanskana á hilluna fyrir fjórum árum eftir glæsilegan feril í ensku úrvalsdeildinni með Arsenal og Chelsea

Hann lék yfir 400 leiki í deildinni og spilaði þá 124 landsleiki fyrir Tékkland, en eftir ferilinn fór hann að vinna sem tæknilegur ráðgjafi hjá Chelsea en lét af störfum er Todd Boehly eignaðist félagið á síðasta ári.

Cech æfði íshokki á yngri árum og var það hans uppáhalds íþrótt en einnig mjög kostnaðarsamt og ákvað hann því frekar að einbeita sér að fótboltanum.

Hann tók upp skautana fyrir tveimur árum og fór að spila í neðri deildunum á Englandi og eftir að hafa unnið þrennuna með Guildford Phoenix í C-deildinni var hann fenginn til Chelmford Chieftains í næstu efstu deild.

Frammistaða hans þar vakti athygli og á dögunum ákvað norður-írska úrvalsdeildarliðið að sækja Cech á neyðarláni. Það var svo í kvöld sem hann þreytti fraumrun sína í bresku úrvalsdeildinni eins og sjá má í myndbandinu hér fyrir neðan.

Giants er ríkjandi meistari í deildinni og átti fjóra leikmenn í liði ársins á síðasta tímabili.


Athugasemdir
banner