Mainoo og Garnacho gætu verið seldir í sumar - Cunha hefur áhuga á að fara í stærra félag - Guardiola fúll út í Walker
   mán 25. nóvember 2024 19:48
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Vicario meiddist gegn Man City og fór í aðgerð
Mynd: EPA

Guglielmo Vicario er ökklabrotinn en Tottenham staðfesti að hann hafi farið í aðgerð í dag.


Þessi 28 ára gamli markvörður meiddist í fyrri hálfleik í frábærum 4-0 sigri liðsins gegn Man City um helgina en hann kláraði leikinn.

„Við staðfestum að Guglielmo Vicario hefur gengist undir aðgerð á hægri ökkla. Læknateymið mun meta það hvenær hann getur snúið aftur til æfinga," segir í yfirlýsingu frá Tottenham.

Ljóst er að hann verður fjarverandi í einhvern tíma en hinn 36 ára gamli Fraser Forster kemur líklega inn í byrjunarliðið í hans stað.


Athugasemdir
banner
banner