Karl Etta Eyong, framherji Levante og kamerúnska landsliðsins, er oðaður við ónefnd félög í ensku úrvalsdeildinni, Fabrizio Romano greinir frá.
Hann skoraði sitt fyrsta landsliðsmark í gær þegar hann skoraði eina markið í sigri Kamerún gegn Gabon í Afríkukeppninni.
Hann skoraði sitt fyrsta landsliðsmark í gær þegar hann skoraði eina markið í sigri Kamerún gegn Gabon í Afríkukeppninni.
Romano greinir frá því að hann sé einnig á óskalista Barcelona.
Eyong er 22 ára gamall en hann er uppalinn hjá Cadiz á Spáni. Hann gekk til liðs við Levante frá Villarreal síðasta sumar og hefur skorað fimm mörk í 13 leikjum á tímabilinu. Hann á fjóra landsleiki að baki.
Athugasemdir





