Andoni Iraola, stjóri Bournemouth, vonast til að halda Antoine Semenyo hjá félaginu en hann er sagður á leið til Man City.
Bournemouth heimsækir Brentford á laugardaginn og Iraola segir að Semenyo muni spila þann leik.
Bournemouth heimsækir Brentford á laugardaginn og Iraola segir að Semenyo muni spila þann leik.
„Ég veit að það er mikið umtal en ég vonast til að þetta hafi ekki áhrif á hann, frammistöðuna og við sjáum að þetta hafi ekki áhrif á hana. Hann er skuldbundinn liðinu og ég vona að hann verði það áfram. Við getum ekki stjórnað þessu en hann er leikmaðurinn okkar núna og mun spila áfram," sagði Iraola.
„Ef þú spyrð mig þá vil ég ekki missa hann. En eins og alltaf þá veit maður aldrei hvað gerist á meðan markaðurinn er opinn."
Athugasemdir




