Liverpool snýr sér að Barcola - Guehi of dýr fyrir Barcelona
   fim 25. desember 2025 23:00
Brynjar Ingi Erluson
Stjóri Sunderland: Hann gæti farið í janúar
Arthur Masuaku gæti yfirgefið Sunderland á nýju ári
Arthur Masuaku gæti yfirgefið Sunderland á nýju ári
Mynd: Sunderland
Regis Le Bris, stjóri Sunderland, segist ekki geta útilokað það að Arthur Masuaku fari frá félaginu í næsta mánuði.

Masuaku er 32 ára gamall vinstri bakvörður sem hefur fengið fá tækifæri til að sanna sig með Sunderland á leiktíðinni.

Hann hefur aðeins spilað 217 mínútur fjórum leikjum í deild- og bikar, en það er góður möguleiki á að hann fari frá félaginu eftir áramót.

Leikmaðurinn er nú með Kongó í Afríkukeppninni og er fastamaður þar, en Le Bris ræddi aðeins við hann áður en hann flaug til Marokkó og ætlar að taka annað samtal við hann þegar hann kemur til baka.

„Samkeppnin er líklega sem mest í varnarlínunni því við erum með marga góða leikmenn. Sumir þeirra hafa nýtt meðbyrinn og þó Arthur sé góður leikmaður þá hefur hann ekki fengið mörg tækifæri til að spila.“

„Hann er samt mikilvægur fyrir okkur. Við ræddum saman fyrir Afríkukeppnina og vorum sammála um við munum ræða framtíð hans, en það þýðir ekki að hann sé á förum. Við þurfum að vera á sömu blaðsíðu.“

„Við getum gert þetta ef bæði einstaklinga og heildarverkefnið er í beinni línu. Ef það er ekki þannig og við eigum möguleika á að gera breytingar þá sjáum við bara til með það.“

„Við viljum samræmi og þannig vinnum við. Ef einn eða tveir leikmenn eru ekki upp á sitt besta í einum leik þýðir það ekki að þeir fái ekki að spila. Arthur hefur ekki fengið tækifærið til vera stöðugt í hópnum,“
sagði Le Bris.
Athugasemdir
banner