Sigurður Jökull Ingvason og Egill Orri Arnarsson hafa framlengt samninga sína við Midtjylland til ársins 2028.
Þeir gengu báðir til liðs við Midtjylland frá Þór í fyrra.
Þeir gengu báðir til liðs við Midtjylland frá Þór í fyrra.
Þá hafa þeir báðir verið hluti af U19 liði Midtjylland en Egill Orri er 17 ára gamall bakvörður. Hann hefur spilað 13 leiki fyrir U19 lið Midtjylland, þar af þrjá í Evrópukeppni unglingaliða.
Sigurður er 17 ára gamall markvörður en hann hefur spilað fjóra leiki fyrir U19 liðið á tímabilinu.
Egill hefur spilað 33 leiki fyrir yngri landslið Íslands og skorað tvö mörk. Sigurður hefur spilað átta yngri landsleiki.
Athugasemdir


