Liverpool snýr sér að Barcola - Guehi of dýr fyrir Barcelona
   fim 25. desember 2025 11:20
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Vill fara frá Man City ef Semenyo kemur
Mynd: EPA
Fabrizio Romano greinir frá því að Oscar Bobb gæti farið frá Man City í janúar.

Man City er að vinna kapphlaupið um Antoine Semenyo, leikmann Bournemouth, og Bobb er sagður vilja fara ef Man City vinnur kapphlaupið á endanum.

Dortmund er eitt af mörgum félögum sem hafa haft samband við City varðandi Bobb.

Þessi 22 ára gamli leikmaður hefur spilað 15 leiki fyrir City í öllum keppnum.
Athugasemdir
banner