Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   lau 26. janúar 2019 14:21
Brynjar Ingi Erluson
Fótbolta.net mótið: Blikar ekki í vandræðum með Grindavík
Brynjólfur Darri var allt í öllu í sigri Blika
Brynjólfur Darri var allt í öllu í sigri Blika
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Breiðablik 5 - 0 Grindavík
1-0 Aron Bjarnason ('5 )
2-0 Brynjólfur Darri Willumsson ('47 )
3-0 Brynjólfur Darri Willumsson ('49 )
4-0 Kwame Quee ('63 )
5-0 Viktor Karl Einarsson ('88 )

Breiðablik vann Grindavík 5-0 í A-deild Fótbolta.net mótsins í dag en leikurinn fór fram í Fífunni.

Aron Bjarnason kom Blikum yfir á 5. mínútu með góðu skoti fyrir utan teig. Þannig stóðu leikar í hálfleik en Brynjólfur Darri Willumsson tók síðan málin í sínar hendur í þeim síðari.

Hann skoraði annað mark Blika strax í upphafi síðari hálfleiks og bætti síðan við öðru með góðu skoti í stöng og inn á 49. mínútu. Hann lagði síðan upp fjórða markið fyrir Kwame Quee sem kom til félagsins á dögunum.

Viktor Karl Einarsson gulltryggði sigurinn á 88. mínútu með föstu skoti af 30 metra færi og lokatölur 5-0.

Breiðablik tekur því fyrsta sætið í riðli 2 og endar með 7 stig en HK fer áfram með þeim og endar með 5 stig. Grindavík hafnaði í þriðja sæti með 4 stig og ÍBV er þá án stiga.
Athugasemdir
banner