Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
   þri 26. janúar 2021 13:30
Elvar Geir Magnússon
Guardiola telur að Aguero geti gert gæfumuninn á lokakaflanum
Argentínski sóknarmaðurinn Sergio Aguero hefur spilað aðeins sex leiki af bekknum síðan hann meiddist á hné í október.

Hann hefur verið fjarverandi að undanförnu eftir að hafa greinst með Covid-19 en hann hafði áður verið í sóttkví eftir að fjölskyldumeðlimur hans smitaðist af veirunni.

Pep Guardiola hefur trú á því að þessi 32 ár leikmaður geti spilað lykilhlutverk í baráttu liðsins um titla á þessu tímabili.

„Ég er bjartsýnn á því að hann muni geta verið með okkur á fullu frá febrúar eða mars og hjálpi okkur á mikilvægum augnablikum og geri gæfumuninn," segir Guardiola.

„Ég er svo bjartsýnn á að það muni gerast. Við þurfum að sjá hann fyrst á æfingavellinum. Hann er einn besti sóknarmaður sögunnar, ekki bara þegar horft er til Englands."
Athugasemdir
banner