Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
Kiddi Freyr: Ég kann þetta ennþá
Jökull: Ætluðum okkur alla leið en gerðum ekki nóg
Túfa: Lagt mikla vinnu til að verða liðið sem keppir aftur um titla
Óskar: Alltaf gaman að vera í besta liðinu á Íslandi
Bjarni Jó: Mikil reisn í þessu hjá Jóni Daða
Formaðurinn í skýjunum: Stærstu skipti í sögu félagsins
Tómas Þórodds: Jón Daði ekta karakter til að koma heim
Ítarlegt viðtal við Jón Daða - „Sú tilhugsun sat ekki nægilega vel í mér"
Þakklátur Fram fyrir tækifærið - „Sé mig spila lengur á Íslandi"
„Simon er eitthvað rugl góður og Fred líka"
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
Morten Ohlsen eftir tap Vestra: Okkur var refsað
   sun 26. mars 2023 19:21
Hafliði Breiðfjörð
Vaduz
Aron Einar: Boltinn er afmælisgjöf fyrir Óliver
Icelandair
Aron Einar fagnar marki í kvöld.
Aron Einar fagnar marki í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Boltinn er afmælisgjöf fyrir Óliver, hann er átta ára í dag," sagði Aron Einar Gunnarsson fyrirliði Íslands eftir 0-7 sigur á Liechtenstein í kvöld. Hann skoraði þrennu í leiknum og ætlar að gefa Óliver Breka syni sinum boltann sem hann fékk að eiga vegna þess.


Lestu um leikinn: Liechtenstein 0 -  7 Ísland

„Hann fæddist á meðan ég var í Kasakstan og á alltaf afmæli í þessum glugga. Því fær hann þennan bolta í afmælisgjöf. Hann sér mig ekki oft á afmælisdaginn en við reynum að skipuleggja þannig að hann fær að halda afmælið þegar pabbi hans er kominn heim. Það var lítil veisla í dag og hann verður ánægður með boltann," sagði Aron sem skoraði þarna sína fyrstu þrennu. 

„Já í meistaraflokki. Það var síðast í 5. flokki sem ég skoraði síðast þrennu," sagði Aron en ljóst var að 3 - 0 tapið gegn Bosníu fyrir helgi sat í honum en þá tók hann út leikbann.

„Þetta snýst ekkert um þrennu hjá mér í dag. Þetta snýst um hvernig við myndum bregðast við eftir tapið í Bosníu.  Mér fannst við mæta af krafti, við vissum að Liechtenstein yrðu þreyttir eftir tapið í síðasta leik gegn Portúgal en við gáfum þeim engin færi á að komast inn í það sem þeir eru góðir í og komast í varnarstöður. Við létum boltann ganga hratt á milli kanta og gefa enginn færi á okkur. Ég er ánægður með spilamennskuna og hvernig við brugðumst við slæma tapinu í Bosníu."

Aron Einar skoraði á 48. og 67. mínútu en eftir annað markið var ljóst að þrenna var í huga hans því hann skaut að marki fyrir utan teig.

„já, ég sé eftir að hafa tekið það skot því það var eiginlega bara gjöf fyrir markmenn. En ég var ánægður með Andra að gefa mér vítaspyrnuna og fá að ná í þessa þrennu. Ég þurfti að kalla á hann því ég held hann hafi ekki alveg áttað sig á að ég væri á þrennunni.  Ég spurði hann bara og það var ekkert mál, ég hefði gert það sama fyrir hann."

Nánar er rætt við Aron í spilaranum að ofan. Hann talar um hvað  leikurinnn gefur fyrir sjálfstraustið og hvað er hægt að byggja ofan á eftir slæmt tap í Bosníu. 

Hann ræðir einnig um að spila miðvarðarstöðuna í landsliðinu sem hann spilaði í kvöld og segist vera bæði að spoila þá stöðu og sem miðjumaður í Katar. 


Athugasemdir