Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   sun 26. mars 2023 11:17
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ödegaard vildi fá víti - „Ætla ekki að segja meira um dómarann"
Mynd: EPA

Martin Ödegaard leikmaður norska landsliðsins og leikmaður Arsenal var allt annað en sáttur með tæklingu Rodri leikmanns spænska landsliðsins og Manchester City.


Rodri tæklaði Ödegaard hressilega inn í teignum eftir að sá norski hafði skotið að marki. Dómari leiksins dæmdi ekkert og Ödegaard var ekki sáttur við það í leikslok.

„Ég er nokkuð viss um að ég hefði átt að fá vítaspyrnu. Hann var með takkana á lofti og fór í ökklann á mér. Ef ég segi meira verður mér refsað. Ég ætla ekki að segja meira um dómarann, það er betra svoleiðis," sagði Ödegaard.

Leiknum lauk með 3-0 sigri spænska liðsins en Noregur var án Erling Haaland samherja Rodri hjá Manchester City.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner