Liverpool og Newcastle gætu skipst á framherjum - Bayern undirbýr tilboð í Verbruggen - Man Utd horfir til Sporting
   mið 26. mars 2025 20:00
Brynjar Ingi Erluson
Eigendur PSG að ganga frá kaupum á Malaga
Nasser Al-Khelaifi er stjórnarformaður QSI
Nasser Al-Khelaifi er stjórnarformaður QSI
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Qatar Sports Investments (QSI), eigendur franska stórliðsins Paris Saint-Germain, eru að ganga frá kaupum á spænska félaginu Malaga en frá þessu er greint í L'Equipe.

QSI er fjármagnað af ríkissjóði Katar og á fyrir tvö fótboltafélög, PSG og Braga.

Þriðja félagið er á leið í eigu QSI en fjárfestingahópurinn er að ganga frá viðræðum um að kaupa spænska B-deildarfélagið Malaga fyrir 100 milljónir evra.

Franski blaðamaðurinn Loic Tanzi, sem starfar hjá L'Equipe segir að viðræðurnar séu á lokastigi og að megi búast við tilkynningu á næstunni.

Malaga spilar í næst efstu deild en sjö ár eru liðin frá því það spilaði síðast í efstu deild. Félagið hefur rokkað á milli deilda síðustu ár, en QSI stefnir á að koma því aftur í efstu deild innan nokkurra ára.
Athugasemdir
banner
banner
banner