Senegalski framherjinn Nicolas Jackson er byrjaður að æfa aftur eftir meiðsli en þetta staðfesti félagið við enska miðla.
Chelsea hefur verið án Jackson í tæpa tvo mánuði en hann spilaði síðast í 2-1 sigri liðsins á West Ham í byrjun febrúar.
Jackson kom að fjórtán mörkum í deildinni áður en hann meiddist hafa þeir bláklæddu aðeins skorað sjö mörk í sex deildarleikjum, en fjögur af þeim komu í leiknum gegn Southampton.
Liðið hefur saknað Jackson sem meiddist aftan í læri, en hann er nú að snúa aftur á völlinn.
Chelsea segir að hann sé byrjaður að æfa á grasi og ágætis líkur á að hann gæti náð endasprettinum í deildinni.
???????? pic.twitter.com/IUvxXNNqOm
— Chelsea FC (@ChelseaFC) March 26, 2025
Athugasemdir