Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 26. apríl 2021 13:00
Fótbolti.net
Spá þjálfara og fyrirliða í Lengjudeild kvenna: 10. sæti
Grindavík er spáð neðsta sæti Lengjudeildarinnar
Grindavík er spáð neðsta sæti Lengjudeildarinnar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrirliðinn Guðný Eva verður á sínum stað í varnarlínu Grindavíkur
Fyrirliðinn Guðný Eva verður á sínum stað í varnarlínu Grindavíkur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Reynsluboltinn Jón Óli tók við Grindavíkurliðinu í byrjun árs
Reynsluboltinn Jón Óli tók við Grindavíkurliðinu í byrjun árs
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fótbolti.net kynnir liðin sem leika í Lengjudeildinni í sumar eitt af öðru eftir því hvar þeim er spáð. Við fengum alla fyrirliða og þjálfara í deildinni til að spá fyrir sumarið. Liðin fengu stig frá 1-9 en ekki var hægt að spá fyrir sínu eigin liði.

Spáin:
1.
2.
3.
4.
5.
6.
7.
8.
9.
10. Grindavík

Lokastaða í fyrra: 1. sæti í 2. deild. Grindavík lauk keppni með 33 stig eftir 15 leiki á síðasta tímabili.

Þjálfarinn: Jón Ólafur Daníelsson. Jón Óli er reynslumikill þjálfari sem tók við liðinu í janúar. Jón Óli hefur verið í Vestmannaeyjum í rúman áratug en þar á undan þjálfaði hann bæði U16 ára landslið kvenna, GRV og Grindavík.

Styrkleikar: Það er mikið hjarta í Grindavíkurliðinu og baráttuhugurinn getur orðið styrkleiki fyrir liðið í sumar. Þá er afar klókur og reynslumikill þjálfari við stjórnvölinn sem veit nákvæmlega hvernig hann vill spila. Þó Jón Óli hafi ekki haft langan tíma til að koma sínum áherslum í gegn má reikna með skipulögðu Grindavíkurliði.

Veikleikar: Liðið hefur tekið miklum breytingum á milli ára og misst tvo af bestu leikmönnum síðasta tímabils. Það er lítil reynsla í hópnum og liðið hefur ekki verið beitt fram á við í vetur.

Lykilmenn: Guðný Eva Birgisdóttir, Cristabel Oduro, Kelly Lyn O’Brien

Gaman að fylgjast með: Nýliðinn Cristabel Oduro hefur spilað A-landsleiki fyrir Kanada og það er óhætt að segja að flest augu verði á sóknarmanninum. Hún þarf að skila mörkum svo að Grindavík eigi möguleika á að halda sæti sínu í deildinni. Það verður spennandi að sjá hvernig þessi eldsnöggi og reynslumikli leikmaður kemur til með að pluma sig í Grindavík.

Við heyrðum í Jóni Óla þjálfara og fórum yfir spánna og fótboltasumarið sem framundan er:

„Spáin er í takti við þá leiki sem við höfum leikið gegn liðunum úr Lengjudeildinni í vetur þannig að það kemur ekki á óvart að okkur sé spáð þessu sæti.”

„Undirbúningstímabilið hefur að mestu gengið vel. Liðið er mikið breytt síðan í fyrra og því tekur góðan tíma að slípa okkur saman.”

„Ég á von á því að það verði 3-4.lið sem berjast um efstu sætin og svo sama með neðsta hlutann og að önnur lið sigli lygnan sjó.“


Komnar:
Kelly Lyn O’Brien
Cristabel Oduro frá Kanada
Kristín Anítudóttir McMillan til baka úr meiðslum,

Farnar:
Birgitta Hallgrímdóttir í Hauka
Veronica Smeltzer til Bandaríkjanna
Margrét Ingiþórsdóttir í Fjölni
Eva Lind Daníelsdóttir í Keflavík (var í láni)
Ástrós Lind Þórðardóttir í Keflavík (var í láni)

Fyrstu leikir Grindavíkur:
6. maí Afturelding – Grindavík
13. maí Grindavík – Haukar
21. maí Grótta - Grindavík
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner