Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
   fim 26. maí 2022 16:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Schick framlengir við Leverkusen (Staðfest)
Mynd: EPA

Patrick Schick hefur framlengt samning sinn við Bayer Leverkusen til ársins 2027. 


Schick skaust upp á stjörnuhiminninn á EM 2020 þegar hann skoraði fimm mörk fyrir Tékkland og var markahæstur ásamt Cristiano Ronaldo. Hann skoraði einnig mark mótsins en Tékkar töpuðu fyrir Dönum í 8 liða úrslitum.

Schick var að klára sitt annað tímabil hjá Leverkusen en hann skoraði 24 mörk í 27 deildarleikjum fyrir félagið. Liðið mun leika í Meistaradeildinni á næsta tímabili eftir að liðið hafnaði í 3. sæti í deildinni.

Arsenal, Tottenham, West Ham og Newcastle eru meðal félaga sem höfðu verið orðuð við leikmanninn.

Arsenal, Tottenham, West Ham og Newcastle eru meðal félaga sem hafa verið orðuð við Schick


Athugasemdir
banner