Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 26. maí 2022 16:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Schick framlengir við Leverkusen (Staðfest)
Mynd: EPA

Patrick Schick hefur framlengt samning sinn við Bayer Leverkusen til ársins 2027. 


Schick skaust upp á stjörnuhiminninn á EM 2020 þegar hann skoraði fimm mörk fyrir Tékkland og var markahæstur ásamt Cristiano Ronaldo. Hann skoraði einnig mark mótsins en Tékkar töpuðu fyrir Dönum í 8 liða úrslitum.

Schick var að klára sitt annað tímabil hjá Leverkusen en hann skoraði 24 mörk í 27 deildarleikjum fyrir félagið. Liðið mun leika í Meistaradeildinni á næsta tímabili eftir að liðið hafnaði í 3. sæti í deildinni.

Arsenal, Tottenham, West Ham og Newcastle eru meðal félaga sem höfðu verið orðuð við leikmanninn.

Arsenal, Tottenham, West Ham og Newcastle eru meðal félaga sem hafa verið orðuð við Schick


Athugasemdir
banner
banner