Man Utd á eftir De Ligt - Greenwood eftirsóttur - Olise nálgast Chelsea - Mourinho vill fá Lindelöf
   sun 26. maí 2024 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Pioli lærir ensku - „Gerist eitthvað á næstu tíu dögum"
Mynd: EPA

Stefano Pioli hefur stýrt AC Milan í síðasta skiptið en hann er hættur sem stjóri liðsins.


Óvíst er hvað tekur við en hann segir að það komi fljótlega í ljós.

„Umboðsmaðurinn minn hefur verið að hringja undanfarnar vikur. Ég sagði við hann að segja ekkert fyrr en eitthvað væri klárt. Ég held að eitthvað gerist á næstu tíu dögum. Ég verð að finna eitthvað sem örvar mig," sagði Pioli.

Pioli hefur verið orðaður við Man Utd, Chelsea og Brighton.

„Ég er að læra ensku, þetta gæti verið rétti tíminn. Við sjáum til hvað gerist á næstu tíu til fimmtán dögum. Ég finn ekki fyrir pressu að velja eitthvað ákveðið," sagði Pioli.


Athugasemdir
banner
banner
banner