Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   mán 26. júlí 2021 11:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mætast tvisvar með fjögurra daga millibili eftir að leikir voru færðir
Úr leik Keflavíkur og Breiðabliks í gær.
Úr leik Keflavíkur og Breiðabliks í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er búið að finna nýja leikdaga fyrir tvo leiki sem áttu að vera í 7. umferð Pepsi Max-deildarinnar, en var frestað vegna landsleikja.

Til að koma þeim leikjum fyrir hefur nokkrum öðrum leikjum einnig verið breytt. Þetta hefur skapað þá áhugaverðu stöðu að KA - Breiðablik og FH - Keflavík mætast tvisvar með fjögurra daga millibili.

Eftirfarandi leikjum í Pepsi Max deild karla hefur verið breytt:

KA - Breiðablik
Var: Fimmtudaginn 29. júlí kl. 18.00 á Greifavellinum
Verður: Miðvikudaginn 25. ágúst kl. 18.00 á Greifavellinum

FH - Keflavík
Var: Fimmtudaginn 29. júlí kl. 19.15 á Kaplakrikavelli
Verður: Miðvikudaginn 25. ágúst kl. 18.00 á Kaplakrikavelli

Keflavík - FH
Var: Sunnudaginn 22. ágúst kl. 17.00 á HS Orku vellinum
Verður: Laugardaginn 21. ágúst kl. 14.00 á HS Orku vellinum

Breiðablik – KA
Var: Sunnudaginn 22. ágúst kl. 17.00 á Kópavogsvelli
Verður: Laugardaginn 21. ágúst kl. 16.15 Kópavogsvelli

Fylkir - Breiðablik
Var: Föstudaginn 27. ágúst kl. 19.15 á Würth vellinum
Verður: Sunnudaginn 29. ágúst kl. 19.15 á Würth vellinum

KA - ÍA
Var: Laugardaginn 28. ágúst kl. 16.00 á Greifavellinum
Verður: Sunnudaginn 29. ágúst kl. 16.00 á Greifavellinum
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner