Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   lau 26. september 2020 17:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gylfi kom sterkari inn en Alex Iwobi
Gylfi Þór átti fína innkomu.
Gylfi Þór átti fína innkomu.
Mynd: Getty Images
Lucas Digne.
Lucas Digne.
Mynd: Getty Images
Gylfi Þór Sigurðsson kom inn á sem varamaður á 76. mínútu í 2-1 sigri Everton gegn Crystal Palace í dag.

Gylfi fær 7 í einkunn frá staðarmiðlinum Liverpool Echo. „Notaði boltann vel á tímapunkti í leiknum þar sem liðsfélagar hans gerðu það ekki," segir í umsögn um frammistöðu Gylfa.

Að mati staðarmiðilsins átti Gylfi mun betri innkomu í leikinn en Alex Iwobi, sem kom inn á sem varamaður á 86. mínútu. „Verður vonsvikinn með frammistöðu sína. Gaf boltann frá sér nokkrum sinnum," segir í umsögninni um Nígeríumanninn sem fær ekki nema 5 í einkunn.

Abdoulaye Doucoure, James Rodriguez, Michael Keane og Lucas Digne voru bestu menn Everton að mati Liverpool Echo en þeir fá allir 8 í einkunn.

Digne var besti maður vallarins að mati Sky Sports en hér að neðan má sjá einkunnagjöf þeirra.

Crystal Palace: Guaita (6), Ward (6), Kouyate (7), Sakho (7), Mitchell (7), Townsend(7), McArthur (7), McCarthy (7), Eze (7), Ayew (6), Zaha (7).

Varamenn: Batshuayi (5), Benteke (n/a). Riedewald (n/a),

Everton: Pickford (6), Coleman (7), Mina (7), Keane (7), Digne (8), Doucoure (7), Allan (7), Gomes (7), James (7), Calvert-Lewin (7), Richarlison (7).

Varamenn: Sigurdsson (6), Iwobi (n/a), Davies (n/a).

Maður leiksins: Lucas Digne.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner