Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 26. september 2022 08:00
Brynjar Ingi Erluson
Danny Rose á leið til Wigan
Danny Rose í leik með Watford
Danny Rose í leik með Watford
Mynd: EPA
Enski vinstri bakvörðurinn Danny Rose er að ganga í raðir Wigan í ensku B-deildinni.

Rose, sem er 32 ára gamall, gerði tveggja ára samning við Watford í byrjun ársins, en hefur síðustu mánuði reynt að losa sig frá félaginu eftir að liðið féll úr ensku úrvalsdeildinni.

Hann komst að samkomulagi við Watford um að rifta samningnum í byrjun mánaðarins og nú hefur hann fundið sér nýtt félag.

Rose mun ganga í raðir Wigan í B-deildinni. Hann var spenntastur fyrir því að vera áfram á Englandi en gríska félagið AEK var einnig í viðræðum við leikmanninn.

Englendingurinn eyddi fjórtán árum hjá Tottenham Hotspur áður en hann fór til Watford í byrjun ársins.
Athugasemdir
banner
banner