Spænska félagið Real Madrid ætla að kaupa argentínska sóknartengiliðinn Nico Paz aftur frá Como næsta sumar en þetta segir spænski miðillinn AS.
Cesc Fabregas fékk Nico Paz frá Real Madrid á síðasta ári og hefur sá spilað veigamikla rullu hjá ítalska liðinu.
Real Madrid er með endurkaupsrétt í samningnum sem nemur um 9 milljónum evra og er félagið reiðubúið að virkja það ákvæði næsta sumar.
AS fullyrðir að búið sé að ganga frá samkomulagi milli Como og Real Madrid, og að hann muni skrifa undir langtímasamning við Madrídarliðið.
Paz, sem er 21 árs gamall, hefur komið að tíu mörkum í sextán leikjum með Como á þessu tímabili og samtals komið að 25 mörkum síðan hann kom frá Madrídingum.
Hann hefur þá spilað sex leiki með argentínska landsliðinu síðan hann lék sinn fyrsta leik í október á síðasta ári.
Athugasemdir



