Angóla 1 - 1 Simbabve
1-0 Gelson Dala ('24 )
1-1 Knowledge Musona ('45 )
1-0 Gelson Dala ('24 )
1-1 Knowledge Musona ('45 )
Angóla og Simbabve skildu jöfn, 1-1, í 2. umferð í B-riðlis Afríkukeppninnar í Marrakech í Marokkó í dag. Simbabve-menn þurftu kunnáttu til þess að ná í stigið.
Gelson Dala skoraði fyrsta mark sitt á mótinu er hann kom Angóla í 1-0 á 24. mínútu.
To Carneiro var með boltann á vinstri vængnum og setti fullkomna vigt á sendinguna inn á teiginn á Dala sem setti boltann í nærhornið.
Angóla hafði vonast til þess að fara með forystu inn í hálfleik en það hafðist ekki. Knowledge Musona jafnaði metin með frábærri fyrstu snertingu og lagði boltann í vinstra hornið. Geggjað nafn en á íslensku væri það þýtt sem kunnátta eða þekking.
Það er bara eitt af mörgum skemmtilegum nöfnum í liði Simbabve, en Divine (í. guðdómlegur), spilar á kantinum og þá er Teenage (í. tánings) í miðverðinum ásamt Marvelous (í. undursamlegur) Nakamba, sem leikur með Luton á Englandi.
Simbabve-menn voru mun líklegri til árangurs í seinni hálfleiknum og fengu mörg færi til þess að gera út um leikinn en fóru illa með færin.
Það fór því svo að þjóðirnar deildu stigunum en þau voru að sækja sín fyrstu stig í keppninni. Simbabve er í 3. sæti á meðan Angóla er í 4. sætinu.
Athugasemdir




