Önnur umferð Afríkukeppninnar hefst um helgina en það eru margir hörkuleikir á dagskrá.
Í dag mætast Angóla og Simbabve í hádeginu áður en Egyptaland, sigursælasta þjóð keppninnar, spilar við Suður-Afríku. Sambía mætir Kómoroeyjum áður en Marokkó tekur á móti Malí.
Á morgun er einn hörkuleikur. Senegal spilar við Kongó og þá er einnig vert að fylgjast með leik Nígeríu og Túnis, sem unnu bæði í fyrstu umferðinni.
Fílabeinsströndin og Kamerún eigast þá við í stórleik sunnudagsins en bæði lið unnu í fyrstu umferðinni og þykja til alls líkleg á mótinu.
Leikir helgarinnar:
Föstudagur:
12:30 Angola - Simbabve
15:00 Egyptaland - Suður-Afríka
17:30 Sambía - Kómoreyjar
20:00 Marokkó - Malí
Laugardagur:
12:30 Benin - Botswana
15:00 Senegal - Kongó
17:30 Uganda - Tanzania
20:00 Nígería - Túnis
Sunnudagur:
12:30 Gabon - Mozambique
15:00 Miðbaugs Gínea - Sudan
17:30 Alsír - Búrkína Fasó
20:00 Fílabeinsströndin - Kamerún
Athugasemdir



