Óvíst hvort Casemiro og Maguire verði áfram hjá Man Utd - Glasner ætlar ekki að framlengja - Joelinton gæti farið frá Newcastle
   fös 26. desember 2025 14:50
Brynjar Ingi Erluson
Championship: Alfons og Willum komu inn af bekknum í jafntefli
Alfons og Willum hjálpuðu Birmingham að landa stigi
Alfons og Willum hjálpuðu Birmingham að landa stigi
Mynd: Birmingham City
Alfons Sampsted og Willum Þór Willumsson spiluðu báðir er Birmingham gerði 1-1 jafntefli við Derby County í ensku B-deildinni í dag.

Blikarnir byrjuðu báðir á bekknum hjá Birmingham sem lenti undir á 27. mínútu leiksins er Rhian Brewster lagði upp fyrir Patrick Agyemang.

Ágætis byrjun hjá Derby en Joe Ward skemmdi fyrir sínum mönnum með því að næla sér í tvö gul spjöld á tíu mínútum.

Alfons kom inn af bekknum hjá Birmingham á 58. mínútu og sex mínútum síðar jöfnuðu heimamenn með marki Jack Robinson. Tæpum stundarfjórðungi síðar kom Willum inn af bekknum.

Birmingham-maðurinn Christoph Klarer sá beint rautt spjald í uppbótartíma fyrir mikinn háskaleik er hann fór með takkana í átt að höfði andstæðingsins og því jafnt í liðum.

Liðin sættust á að deila stigunum en Derby er í 11. sæti með 32 stig á meðan Birmingham er í 14. sæti með 30 stig.

Millwall og Ipswich gerðu markalaust jafntefli í Lundúnum. Ipswich er í 3. sæti deildarinnar með 38 stig en Millwall í 6. sæti með 36 stig.

Birmingham 1 - 1 Derby County
0-1 Patrick Agyemang ('27 )
1-1 Jack Robinson ('64 )
Rautt spjald: Joe Ward (Derby, 39), Christoph Klarer (Birmingham, 90 )

Millwall 0 - 0 Ipswich Town
Stöðutaflan England Championship - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Coventry 23 14 7 2 53 23 +30 49
2 Middlesbrough 23 12 7 4 33 24 +9 43
3 Ipswich Town 23 10 8 5 38 23 +15 38
4 Hull City 23 11 5 7 37 35 +2 38
5 Preston NE 23 9 10 4 30 23 +7 37
6 Bristol City 23 10 6 7 31 24 +7 36
7 Millwall 23 10 6 7 25 31 -6 36
8 QPR 23 10 5 8 32 34 -2 35
9 Stoke City 23 10 4 9 28 21 +7 34
10 Leicester 23 9 7 7 32 31 +1 34
11 Southampton 23 8 8 7 36 31 +5 32
12 Watford 23 8 8 7 31 29 +2 32
13 Derby County 23 8 8 7 32 31 +1 32
14 Birmingham 23 8 6 9 31 30 +1 30
15 Wrexham 22 6 10 6 27 27 0 28
16 West Brom 23 8 4 11 25 30 -5 28
17 Charlton Athletic 22 7 7 8 21 26 -5 28
18 Swansea 23 7 6 10 24 30 -6 27
19 Sheffield Utd 22 8 2 12 28 31 -3 26
20 Blackburn 22 7 5 10 22 26 -4 26
21 Portsmouth 22 5 7 10 18 28 -10 22
22 Oxford United 23 4 8 11 22 31 -9 20
23 Norwich 23 4 7 12 25 35 -10 19
24 Sheff Wed 22 1 7 14 16 43 -27 -8
Athugasemdir