Lorenzo Insigne er að snúa aftur í ítalska boltann eftir þriggja ára fjarveru en hann er að ganga frá samningaviðræður við Lazio. Þetta kemur fram í ítölsku miðlum í dag.
Insigne er 34 ára gamall vængmaður sem var um tíma einn besti leikmaður ítölsku deildarinnar.
Hann lék í tólf ár með Napoli og einn af máttarstólpum liðsins áður en hann samdi við Toronto í MLS-deildinni.
Í sumar rifti hann samningi sínum við Toronto en nú er hann loks búinn að finna sér nýtt félag.
Ítalskir miðlar segja nú frá því að hann sé að ganga í raðir Lazio, en hann mun gera samning út tímabilið með möguleika á að framlengja samninginn um ár til viðbótar.
Hjá Lazio hittir hann fyrrum lærimeistara sinn, Maurizio Sarri, sem þjálfaði hann hjá Napoli frá 2015 til 2018.
Athugasemdir



