Liverpool snýr sér að Barcola - Guehi of dýr fyrir Barcelona
   fös 26. desember 2025 07:00
Brynjar Ingi Erluson
Jólakveðja Salah féll ekki í kramið - „Braust í mér hjartað“
Mohamed Salah
Mohamed Salah
Mynd: EPA
Þetta er myndin sem Mo Salah birti sem gerði fylgjendur hans brjálaða
Þetta er myndin sem Mo Salah birti sem gerði fylgjendur hans brjálaða
Mynd: Mo Salah
Mynd sem Mohamed Salah birti fer eins og eldur um sinu á samfélagsmiðlum en þar má sjá dætur hans fyrir framan jólatré, en margir fylgjendur hans, sem iðka múslimatrú, gagnrýna Salah og myndina.

Á síðasta ári varð allt vitlaust þegar Salah birti mynd af sér með fjölskyldunni við jólatré.

Jólin eru ekki hluti af menningarheimi múslima og í raun bannað að fagna jólunum en þeir eru með aðrar hátíðir sem þeir fagna.

Salah virðist þó alveg sama og er hann að reyna færa dætrum sínum hluti úr mismunandi menningarheimum og ákvað því að birta aðra mynd í ár, en í þetta sinn var það bara af börnunum, sem eru 5 og 11 ára.

Margir múslimar fylgja Salah á samfélagsmiðlum og eru þeir aftur mættir til að gagnrýna hann.

„Ég hélt að þú myndi ekki fagna þessari hátíð, sem er bönnuð í okkar trú,“ sagði einn fylgjandinn og bætti annar við: „Mo Salah, sem stuðningsmaður Manchester City hef ég samt elskað þig og horft á þig sem fyrirmynd. Þó þú spilaðir aldrei fyrir Man City þá veittir þú mér samt hvatningu. Eftir þessa færslu get ég ekki lengur litið á þig sem fyrirmynd. Þú braust í mér hjartað og ef þú eyðir ekki þessari færslu mun ég hætta að fylgja þér.“

Þessar tvær færslur eru bara lítið brot af ótrúlega mörgum sem Salah fékk fyrir að birta myndina.

Þarna er að myndast ákveðin hefð. Salah að gera fylgjendur sína brjálaða yfir saklausri mynd en myndina má sjá hér fyrir neðan.

Salah er þessa stundina staddur í Marokkó með egypska landsliðinu en hann skoraði fyrir þjóðina í fyrsta leik keppninnar og mun leika annan leik sinn á morgun er Egyptar mæta Suður-Afríku.


Athugasemdir
banner
banner