Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fim 27. janúar 2022 22:44
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Asnalegt hjá Everton að láta þetta snúast um Gerrard
Mynd: EPA
Lucas Digne fékk að finna fyrir því þegar hann mætti á Goodison Park
Lucas Digne fékk að finna fyrir því þegar hann mætti á Goodison Park
Mynd: Aston Villa
Steven Gerrard fór með sína menn í Aston Villa í fyrsta sinn á Goodison Park heimavöll Everton um helgina eftir að hann tók við liðinu.

Þetta var fyrsti leikur Duncan Ferguson undir stjórn Everton eftir að Rafael Benitez var látinn fara. Aston Villa sigraði með einu marki gegn engu.

Það var mikill hiti í stuðningsmönnum Everton en Lucas Digne spilaði sinn fyrsta leik fyrir Aston Villa í leiknum eftir komuna frá Everton. Hann fékk m.a. flösku í höfuðið úr stúkunni.

„Þetta hlítur að hafa verið stórt kjaftshögg í andlitið á Everton. Ætluðu að klíkna þessu á Rafa minn [Rafael Benitez] sem gerði þau mistök að taka við þessum klúbbi á þessum stað. Ferguson klæddur í jakkafötin fór í skotgrafirnar, í gamla Everton stílinn að sparka langt, djöflast og berjast en tapa samt."

„Það var búið að teikna það upp að Ferguson væri að fara koma og berja Gerrard niður en það gerðist ekki og það var ástæðan fyrir því að þeir voru að gríta flöskum og baula, það er rosaleg neikvæðni í Everton," sagði Magnús Þór Jónsson í hlaðvarpsþættinum Enski Boltinn á dögnunum.

Birgir Ólafsson var einnig gestur hjá Sæbirni Steinke í þættinum en hann sagði að hugarfar Everton liðsins og stuðningsmanna hafi verið asnalegt.

„Þetta var asnalega uppsett hjá Everton og stuðningsmönnum þeirra að láta þetta snúast um þjálfarann hjá Aston Villa. Maður hugsaði eftir að hafa lesið allt í kringum þennan leik að þetta væri bara Everton á móti Gerrard. Hvað með leikmennina og áætlunina? Það var bara eins og Ferguson hafi sagt við leikmennina 'við ætlum að berja á Gerrard í dag. Þetta eru svo röng skilaboð."

„Hann var örugglega mjög ánægður að vinna, gamlir erkifjendur en hann kom þarna mjög 'professional' sem þjálfari hjá Aston Villa."

Gerrard virðist ekkert vera láta gamla tíma trufla sig eftir endurkomuna í ensku úrvalsdeildina. Hann lék með Liverpool, erkifjendum Everton allan sinn feril.

Hann er einnig búinn að mæta Liverpool á Anfield á leiktíðinni og þá einbeitti hann sér bara að Aston Villa eins og Magnús nefnir í þættinum.
Enski boltinn - Átti markið að standa?
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner