Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 27. janúar 2023 22:05
Ívan Guðjón Baldursson
Spánn: Almeria sigraði gegn Espanyol
Mynd: EPA

Almeria 3 - 1 Espanyol
1-0 Luis Suarez ('21 )
2-0 Leo Baptistao ('61 )
3-0 Francisco Portillo ('77 )
3-1 Joselu ('90 )


Almeria og Espanyol áttust við í fyrsta leik helgarinnar í spænska boltanum og tóku heimamenn forystuna í fyrri hálfleik.

Luis Suarez skoraði á 21. mínútu og voru heimamenn óheppnir að bæta ekki fleiri mörkum við fyrir leikhlé eftir að hafa verið með gífurlega yfirburði.

Yfirburðirnir héldu áfram í síðari hálfleik þar til Leo Baptistao tvöfaldaði forystuna. Leikurinn jafnaðist út í kjölfarið en Francisco Portillo og Joselu áttu báðir eftir að skora.

Lokatölur urðu því 3-1 og er Almeria um miðja deild, með 22 stig eftir 19 umferðir, þó aðeins fimm stigum frá fallsvæðinu.

Espanyol er með 20 stig og er því þremur stigum frá fallsæti.


Athugasemdir
banner