Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   lau 27. febrúar 2021 20:20
Aksentije Milisic
Stórbrotið sporðdrekamark hjá leikmanni Notts County
Notts County og Oxford City áttust við í FA trophy keppninni í dag en það er bikarkeppni fyrir liðin í Englandi sem eru hálf atvinnumannalið.

Notts County vann leikinn með þremur mörkum gegn einu og því lifir draumurinn um að komast á Wembley enn góðu lífi.

Það sem var athyglisvert úr þessum leik var stórbrotið mark heimamanna. Elisha Sam kom þá heimamönnum yfir á 73. mínútu með svokölluðu sporðdrekamarki.

Það kom fyrirgjöf vinstri og náði Sam á einhvern ótrúlega hátt að taka boltann í fyrstu snertingu á lofti með hælnum. Boltinn fór yfir markvörð Oxford og steinlá í markinu.

Þetta stórkostlega mark má sjá hér fyrir neðan.


Athugasemdir
banner