Real Madrid setur Alexander-Arnold í forgang - Barella orðaður við mörg félög - Tekur Montella við af Ten Hag? - Liverpool horfir á varnarmann Sevilla
Andri Lucas: Fannst þetta mjög furðulegt allt saman
Sverrir Ingi: Dómgæslan yfirleitt ekki með Íslendingum í liði
Jói Berg: Fannst það ótrúlegt og ég sagði það við hann
Arnór Ingvi: Mjög auðvelt að hlaupa hliðarlínuna og skoða þetta bara
Hákon Rafn: Það voru kannski stóru mistökin
„Hausinn kominn á einn stað og ég þarf ekki að hugsa um annað utanaðkomandi"
Halldór Snær: Horfi í leið Hákonar og er mjög spenntur að vinna með Óskari
Júlíus Mar: Ætla gera mitt allra besta til að koma KR á toppinn
Erfitt að spila eftir fráfall vinar síns - „Virkilega erfitt að skilja þetta"
Stefán Teitur: Man ekki eftir svona stjórnun hér í langan tíma
Hetja kvöldsins vön að skora utanfótar snuddur - „Ég er náttúrulega bara bakvörður"
Hákon Rafn: Logi maður! Hann tapar ekki á þessum velli
Gylfi Sig: Æfðum á frábæru grasi hjá FH
Valgeir: Hægri kantmaðurinn í Tottenham og þeir kunna öll brögð
Jóhann Berg: Með því betra sem við höfum séð á Laugardalsvelli í mörg ár
Arnór Ingvi: Það voru vel valin orð
Orri Steinn: Búinn að vera kenna honum aðeins upp á herbergi
Jón Dagur: Orðinn pirraður á þeim
Ólafur Ingi: Allir landsleikir mikilvægir
Logi Hrafn: Við vissum að þetta væri erfiður leikur
banner
   þri 27. febrúar 2024 18:09
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kópavogsvelli
Fyrsta landsliðsmarkið kom á besta tíma - „Ólýsanleg tilfinning"
Icelandair
Bryndís fagnar marki sínu í lok leiksins.
Bryndís fagnar marki sínu í lok leiksins.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Skemmtilegt augnablik.
Skemmtilegt augnablik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér líður bara ógeðslega vel. Að ná inn fyrsta landsliðsmarkinu á þessum tímapunkti er geggjuð tilfinning. Að gera þetta hérna heima fyrir framan alla aðdáendurna er geggjað," sagði Bryndís Arna Níelsdóttir, sóknarmaður íslenska landsliðsins, við Fótbolta.net eftir 2-1 sigur á Serbíu í kvöld.

Bryndís skoraði sitt fyrsta landsliðsmark er hún skoraði sigurmarkið í leiknum. Hún segir fátt sem jafnast á við þá tilfinningu þegar boltinn endaði í markinu.

Lestu um leikinn: Ísland 2 -  1 Serbía

„Nei, í raun ekki. Ég sá að Sveindís fékk boltann og það eina sem ég hugsaði um var að ég ætlaði að koma mér fram fyrir manninn og klára þetta. Þegar ég sá boltann í markinu, það var ólýsanleg tilfinning."

Hvað hugsaði hún þegar hún sá boltann enda í markinu?

„Ég man það ekki. Ég var svo ánægð að ég bara veit það ekki. Þetta voru gríðarlega mikilvægir leikir og við vissum það alveg. Þetta var að duga eða drepast, allt eða ekkert. Ég er gríðarlega sátt við allar stelpurnar. Ég er mjög sátt."

Leikurinn snerist Íslandi í hag í seinni hálfleiknum. „Við vorum með orkuna með okkur og um leið og við skoruðum fyrsta markið þá vorum við með þær. Við vorum yfir í baráttu og ég hugsaði að við þyrftum bara eitt í viðbót og þá væri þetta komið."

Sveindís Jane Jónsdóttir lagði upp markið fyrir Bryndísi með ótrúlegu hlaupi. „Þetta er leikmaður sem þú vilt hafa við hliðina á þér. Ég er búin að vera mjög spennt að fá að spila með henni. Ég held að við getum verið mjög gott dúó upp á topp."

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner