Semenyo og Neves orðaðir við Man Utd - Maresca á blaði hjá City - Atletico hefur áhuga á Rashford
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
   þri 27. febrúar 2024 18:09
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kópavogsvelli
Fyrsta landsliðsmarkið kom á besta tíma - „Ólýsanleg tilfinning"
Icelandair
Bryndís fagnar marki sínu í lok leiksins.
Bryndís fagnar marki sínu í lok leiksins.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Skemmtilegt augnablik.
Skemmtilegt augnablik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér líður bara ógeðslega vel. Að ná inn fyrsta landsliðsmarkinu á þessum tímapunkti er geggjuð tilfinning. Að gera þetta hérna heima fyrir framan alla aðdáendurna er geggjað," sagði Bryndís Arna Níelsdóttir, sóknarmaður íslenska landsliðsins, við Fótbolta.net eftir 2-1 sigur á Serbíu í kvöld.

Bryndís skoraði sitt fyrsta landsliðsmark er hún skoraði sigurmarkið í leiknum. Hún segir fátt sem jafnast á við þá tilfinningu þegar boltinn endaði í markinu.

Lestu um leikinn: Ísland 2 -  1 Serbía

„Nei, í raun ekki. Ég sá að Sveindís fékk boltann og það eina sem ég hugsaði um var að ég ætlaði að koma mér fram fyrir manninn og klára þetta. Þegar ég sá boltann í markinu, það var ólýsanleg tilfinning."

Hvað hugsaði hún þegar hún sá boltann enda í markinu?

„Ég man það ekki. Ég var svo ánægð að ég bara veit það ekki. Þetta voru gríðarlega mikilvægir leikir og við vissum það alveg. Þetta var að duga eða drepast, allt eða ekkert. Ég er gríðarlega sátt við allar stelpurnar. Ég er mjög sátt."

Leikurinn snerist Íslandi í hag í seinni hálfleiknum. „Við vorum með orkuna með okkur og um leið og við skoruðum fyrsta markið þá vorum við með þær. Við vorum yfir í baráttu og ég hugsaði að við þyrftum bara eitt í viðbót og þá væri þetta komið."

Sveindís Jane Jónsdóttir lagði upp markið fyrir Bryndísi með ótrúlegu hlaupi. „Þetta er leikmaður sem þú vilt hafa við hliðina á þér. Ég er búin að vera mjög spennt að fá að spila með henni. Ég held að við getum verið mjög gott dúó upp á topp."

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner