Real hættir við Guehi - Liverpool horfir til Wolfsburg - Barca getur ekki borgað uppsett verð - Mainoo til Napoli
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   þri 27. febrúar 2024 18:09
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kópavogsvelli
Fyrsta landsliðsmarkið kom á besta tíma - „Ólýsanleg tilfinning"
Icelandair
Bryndís fagnar marki sínu í lok leiksins.
Bryndís fagnar marki sínu í lok leiksins.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Skemmtilegt augnablik.
Skemmtilegt augnablik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér líður bara ógeðslega vel. Að ná inn fyrsta landsliðsmarkinu á þessum tímapunkti er geggjuð tilfinning. Að gera þetta hérna heima fyrir framan alla aðdáendurna er geggjað," sagði Bryndís Arna Níelsdóttir, sóknarmaður íslenska landsliðsins, við Fótbolta.net eftir 2-1 sigur á Serbíu í kvöld.

Bryndís skoraði sitt fyrsta landsliðsmark er hún skoraði sigurmarkið í leiknum. Hún segir fátt sem jafnast á við þá tilfinningu þegar boltinn endaði í markinu.

Lestu um leikinn: Ísland 2 -  1 Serbía

„Nei, í raun ekki. Ég sá að Sveindís fékk boltann og það eina sem ég hugsaði um var að ég ætlaði að koma mér fram fyrir manninn og klára þetta. Þegar ég sá boltann í markinu, það var ólýsanleg tilfinning."

Hvað hugsaði hún þegar hún sá boltann enda í markinu?

„Ég man það ekki. Ég var svo ánægð að ég bara veit það ekki. Þetta voru gríðarlega mikilvægir leikir og við vissum það alveg. Þetta var að duga eða drepast, allt eða ekkert. Ég er gríðarlega sátt við allar stelpurnar. Ég er mjög sátt."

Leikurinn snerist Íslandi í hag í seinni hálfleiknum. „Við vorum með orkuna með okkur og um leið og við skoruðum fyrsta markið þá vorum við með þær. Við vorum yfir í baráttu og ég hugsaði að við þyrftum bara eitt í viðbót og þá væri þetta komið."

Sveindís Jane Jónsdóttir lagði upp markið fyrir Bryndísi með ótrúlegu hlaupi. „Þetta er leikmaður sem þú vilt hafa við hliðina á þér. Ég er búin að vera mjög spennt að fá að spila með henni. Ég held að við getum verið mjög gott dúó upp á topp."

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner