Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
   þri 27. apríl 2021 10:30
Magnús Már Einarsson
Pukki, Buendia og Toney bestir í Championship
Teemu Pukki, Emiliano Buendia og Ivan Toney eru tilnefndir sem leikmenn ársins í Championship deildinni.

Pukki og Buendia hafa spilað lykilhlutverk í sóknarleik Norwich sem er komið aftur upp í ensku úrvalsdeildina.

Tony er markahæstur í deildinni en hann hefur skorað 29 mörk með Brentford og vakið mikla athygli.

Harvey Elliott sem er í láni hjá Blackburn frá Liverpool, Michael Olise hjá Reading og Max Aarons hjá Norwich eru tilnefndir sem bestu ungu leikmenn tímabilsins.
Athugasemdir
banner
banner