Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 27. maí 2020 12:07
Fótbolti.net
Öll augu á Augnabliki - Ætla að spila sama kerfi og Óskar Hrafn
Hrannar Bogi Jónsson, fyrirliði Augnabliks.
Hrannar Bogi Jónsson, fyrirliði Augnabliks.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
„Það eru öll augu á Augnabliki," segir Óskar Smári Haraldsson, í Ástríðunni en þeir spá því að Augnablik endi í 2. sæti í 3. deildinni í sumar.

Augnablik hefur breytt nálgun sinni í vetur og hefur aukið samstarf sitt við Breiðablik eftir tilkomu Óskars Hrafns Þorvaldssonar. Liðið kemur til með að spila sama leikkerfi og meistaraflokkur Breiðabliks.

„Þeir eru með nýtt konsept í gangi," sagði Ingimar Finnsson, sérfræðingur. „Öll þessi legend eru horfin á braut og þeir ætla upp. Það er markmiðið."

Atli Jónasarson segir að þeir muni njóta góðs af því að leikmennirnir þeirra eru ekki bara efnilegir og hæfileikaríkir, heldur líka í góðu formi.

„Lykilmennirnir þeirra eru miðjumennirnir Breki Barkarson og Brynjar Óli Bjarnason. Mér er svo sagt að Þorleifur Úlfarsson eigi að skora 20 mörk. Hann vill fá pressuna á sig og ég er að setja hana hér," sagði Ingimar.

Hlaðvarpsþátturinn Ástríðan fjallar um neðri deildirnar en í nýjasta þættinum var spáð í spilin fyrir 3. deildina.

Hægt er að hlusta á þáttinn í spilaranum hér að neðan.
Ástríðan - Sérfræðingar spá í 3. deildina
Athugasemdir
banner
banner